Vanja Milinkovic-Savic markvörður Torino er einn af þeim sem er sterklega orðaður við Manchester United í sumar.
Búist er við nokkrum breytingum á Old Trafford en Matheus Cunha er sagður koma fyrstur og að það ætti að klárast í vikunni.
Búist er við að United reyni einnig að kaupa Liam Delap frá Ipswich á næstu dögum.
Telegraph segir að United vilji eining fá Bryan Mbeumo sóknarmann Brentford í sumar og búa til nýja sóknarlínu.
Þetta gætu orðið helstu kaup United í sumar ef Ruben Amorim fær að ráða för.
Svona gæti liðið hjá United þá litið út.