Það er óhætt að segja að fornu erkifjendurnir Liverpool og Mancester United séu á mismunandi stað í dag. Lokaniðurstaða ensku úrvalsdeildarinnar segir allt sem segja þarf.
Eins og flestir vita varð Liverpool Englandsmeistari á sannfærandi hátt en United hafnaði aftur á móti í 15. sæti deildarinnar.
42 stig skildu liðin að, en það er mesta bil milli þessara liða í sögu efstu deildar á Englandi. United vonast til að brúa bilið á ný eftir að Ruben Amorim stokkar hressilega upp í leikmannahópnum í sumar.
Þetta var 20. deildartitill Liverpool, en United er einmitt með jafnmarga. Þetta eru langsigursælustu lið landsins.
42 – As well as now levelling them for total top-flight titles (20), Liverpool have finished this Premier League season 42 points ahead of Manchester United – the biggest ever gap in points between the two sides at the end of a top-flight campaign. Perch. pic.twitter.com/sOMNwKeVYS
— OptaJoe (@OptaJoe) May 25, 2025