fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Var 13 ára gamall þegar hann íhugaði oft að taka eigið líf – Segir frá því hvað bjargaði sér

433
Mánudaginn 26. maí 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég grét mig alltaf í svefn, þegar ég var 12 og 13 ára voru mörg augnablik þar sem ég skoðaði að taka eigið líf,“ segir Callum Wilson framherji Newcastle.

Wilson er 33 ára gamall en hann ólst upp hjá einstæðri móðir sem átti erfitt með að ná endum saman.

Wilson segir að fótboltinn hafi bjargað lífi hans og komið honum á rétta vegferð í lífinu.

„Ég sat og grátbað guð að taka mig úr þessum aðstæðum og gera mig að knattspyrnumanni.“

„Ég labbaði meðfram lestarteinum og var að tala kjark í sjálfan mig að hoppa fyrir lestina. Ég notaði snúrur og Play Station fjarstýringar til að skoða hvort ég gæti tekið líf mitt þannig.“

Hann segir fótboltann hafa bjargað sér. „Hann bjargaði mér, þar komst ég í mitt umhverfi.“

„Mamma stóð bara ein í þessu, það var ekki alltaf matur á borðunum en hún reyndi sitt besta fyrir mig og systkini mín.“

Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent er á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi
433Sport
Í gær

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu