fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Skelfing í Liverpool: Keyrði bíl inn í þvöguna – „Við vorum svona frá því“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 26. maí 2025 19:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skelfilegt atvik kom upp í Liverpool fyrir skömmu þegar karlmaður ók í gegnum þvögu af stuðningsmönnum sem fagna Englandsmeistaratitli knattspyrnuliðsins um þessar mundir.

Hundruðir þúsunda fylltu götur Liverpool í dag til að hylla liðið. Atvikið, sem átti sér stað á Water Street í miðborginni, hefur þó sett svartan blett á daginn.

Lögregla hefur gefið út yfirlýsingu og þar segir að karlmaður hafi verið handtekinn í kjölfar þess að hafa ekið á gangandi vegfarendur. Ekki hefur komið fram hversu margir eru slasaðir eða hvort einhver sé látinn.

Þó nokkrir Íslendingar eru á svæðinu og samfélagsmiðlastjarnan Reynir Bergmann tjáði sig til að mynda um það á Instagram, auk þess sem hann birti myndband af atvikinu. Það má sjá hér neðar.

Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, hefur gefið út yfirlýsingu þar sem hann segir hug sinn hjá öllum þeim sem slösuðust og fólkinu í kringum það.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi
433Sport
Í gær

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu
Hide picture