Newcastle United ætlar ekki að framlengja samning Callum Wilson en klásúla var í samningi hans við félagið um að framlengja hann um eitt ár.
Wilson fær hins vegar tilboð um nýjan samning en það á miklu lægri launum.
Wilson er 33 ára gamall og hefur ekki verið í stóru hlutverki undanfarið en félagið vill bjóða honum önnur kjör.
Framherjinn á eftir að ákveða hvort hann vilji vera áfram á þeim kjörum en Newcastle er á leið í Meistaradeildina.
Newcastle geta í sumar eytt talsvert í leikmenn eftir að hafa tryggt sér sæti í Meistaradeildina.