Ensk blöð halda því fram að forráðamenn Manchester United séu tilbúnir að hlusta á tilboð í alla leikmenn félagsins í sumar.
Til að Ruben Amorim geti byggt upp nýtt lið þarf að selja, United verður með 100 milljónir punda í leikmenn í byrjun sumars.
Ætli félagið sér að eyða meira þarf að selja og því er félagið tilbúið að hlusta á allt.
Alejandro Garnacho, Antony, Marcus Rashford, Jadon Sancho og fleiri eru sem dæmi allir til sölu og vill félagið losna við þá.
Aðrir leikmenn geta svo farið en vitað er að Christian Eriksen, Victor Lindelöf og Jonny Evans fara allir frítt.
Samkvæmt Transfermarkt er þetta virði leikmanna United.
Markaðsvirði:
Kobbie Mainoo £47m
Bruno Fernandes £47m
Lisandro Martinez £37m
Andre Onana £27m
Leny Yoro £47m
Marcus Rashford £42m
Manuel Ugarte £42m
Alejandro Garnacho £38m
Rasmus Hojlund £38m
Matthijs de Ligt £34m
Amad Diallo £34m
Diogo Dalot £30m
Joshua Zirkzee £30m
Noussair Mazraoui £27m
Jadon Sancho £26m
Mason Mount £24m
Patrick Dorgu £21m
Antony £17m
Harry Maguire £13m