fbpx
Fimmtudagur 22.maí 2025
433Sport

Leikmaður United varpar sprengju eftir gærkvöldið – Hjólar í Amorim

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 22. maí 2025 09:18

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alejandro Garnacho, leikmaður Manchester United, var allt annað en sáttur eftir tapið gegn Tottenham í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í gær.

Argentínumaðurinn kom inn á sem varamaður í leiknum, sem Tottenham vann 1-0. Mikið var undir, ekki aðeins Evrópudeildarbikarinn heldur Meistaradeildarsæti einnig. Nú er ljóst að United verður ekki í Evrópukeppni á næstu leiktíð.

„Ég spilaði alla leiki fram að úrslitaleiknum, hjálpaði liðinu að komast þangað. Svo kemur að úrslitunum og ég spila 20 mínútur,“ sagði pirraður Garnacho eftir leik.

Garnacho segir mörgum spurningum nú ósvarað, en hann hefur verið orðaður við brottför frá United.

„Þessi leikur, þetta tímabil, staða félagsins. Ég ætla að reyna að njóta sumarsins og svo sjáum við hvað gerist,“ sagði Garnacho enn fremur.

United er í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar fyrir lokaumferðina á sunnudag. Ljóst er að þetta verður versta tímabil liðsins frá stofnun deildarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sandra ver mark Hafnfirðinga

Sandra ver mark Hafnfirðinga
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Arteta: „Við þurfum að vinna titil á næsta tímabili“

Arteta: „Við þurfum að vinna titil á næsta tímabili“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Amorim til í að ganga burt án þess að fá greitt

Amorim til í að ganga burt án þess að fá greitt
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Missti vitið yfir tapi United í gær – Fór að tala um steyptan gervilim

Sjáðu myndbandið: Missti vitið yfir tapi United í gær – Fór að tala um steyptan gervilim
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gæti óvænt farið til London fyrir tæpa 14 milljarða

Gæti óvænt farið til London fyrir tæpa 14 milljarða
433Sport
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja í kvöld – „Framtíðin er svört“

Þetta hafði þjóðin að segja í kvöld – „Framtíðin er svört“
433Sport
Í gær

Tottenham er Evrópudeildarmeistari – Fyrsti titill liðsins í 17 ár

Tottenham er Evrópudeildarmeistari – Fyrsti titill liðsins í 17 ár