fbpx
Fimmtudagur 22.maí 2025
433Sport

Tottenham er Evrópudeildarmeistari – Fyrsti titill liðsins í 17 ár

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 21. maí 2025 20:58

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tottenham er Evrópudeildarmeistari eftir sigur á Manchester United í úrslitaleik í Bilbaó í kvöld.

Það var allt undir hjá báðum liðum í leiknum og ekki aðeins Evrópudeildarbikarinn undir, heldur einnig sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Hvorugt liðið er nálægt því að komast í þá keppni í gegnum ensku úrvalsdeildina, eru í sætunum fyrir ofan fallsvæðið.

Leikurinn var afar gæðalítill og bar þess merki að mikið væri undir. United fékk fleiri færi en það var hins vegar Tottenham sem fann markið á 42. mínútu. Er það skráð á Brennan Johnson en boltinn fór af Luke Shaw og í markið.

United leitaði að jöfnunarmarki í seinni hálfleik og komst nálægt því, sér í lagi þegar Micky van de Ven bjargaði á línu á ögurstundu. Meira var hins vegar ekki skorað og 1-0 sigur Tottenham staðreynd.

Um fyrsta titil liðsins í 17 ár er að ræða og um leið er sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð í höfn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Reisa styttu af De Bruyne
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United á ágætis séns á að fá Gyokeres

United á ágætis séns á að fá Gyokeres
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vardy að fá tilboð úr ensku úrvalsdeildinni

Vardy að fá tilboð úr ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fertugur Ronaldo fór í rannsókn – Þetta er raunverulegur aldur líkama hans

Fertugur Ronaldo fór í rannsókn – Þetta er raunverulegur aldur líkama hans
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stuðningsmenn United hittu Amorim á óvæntum stað í morgun

Stuðningsmenn United hittu Amorim á óvæntum stað í morgun
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Nóg að gera hjá Börsungum – Stuðningsmenn fá góðar fréttir

Nóg að gera hjá Börsungum – Stuðningsmenn fá góðar fréttir
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segir landslið leiðinlegasta fólks á Íslandi í herferð með blaðamann sem gerir endalausar fréttir með sér í liði

Segir landslið leiðinlegasta fólks á Íslandi í herferð með blaðamann sem gerir endalausar fréttir með sér í liði
433Sport
Í gær

Mætti á hátíðina í algjörlega gegnsæjum fötum – Mynd

Mætti á hátíðina í algjörlega gegnsæjum fötum – Mynd
433Sport
Í gær

Myndband: Hraunaði yfir blaðamann – „Þú veldur mér miklum vonbrigðum“

Myndband: Hraunaði yfir blaðamann – „Þú veldur mér miklum vonbrigðum“