fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Máni spyr hver stefnan sé í Garðabænum – „Menn vita ekkert á hvaða vegferð þeir eru og hafa ekki vitað í lengri tíma“

433
Sunnudaginn 18. maí 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorkell Máni Pétursson, umboðsmaður og stjórnarmaður KSÍ, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.

Máni er mikill stuðningsmaður Stjörnunnar og var gengi liðsins í Bestu deild karla til að mynda til umræðu í þættinum. Liðið er þar með 9 stig eftir sex leiki en hefur ekki þótt sannfærandi.

video
play-sharp-fill

„Þetta er ekki búið að vera neitt sannfærandi og bara skrýtið. Það er með Stjörnuna eins og önnur lið að menn þurfa að hafa sín gildi og sinn tilgang. Ég held að það sé það sem vantar hjá Stjörnunni, menn vita ekkert á hvaða vegferð þeir eru og hafa ekki vitað í lengri tíma,“ sagði Máni.

Máni hefur trú á Jökli Elísabetarsyni þjálfara liðsins en telur að hann þyrfti einhvern með sér í þjálfarateymið.

„En Jökull er frábær þjálfari. Hann hefur sína galla og ég hef sagt honum þá nokkra, en hann er einn af okkar efnilegustu þjálfurum. Það er stundum eins og hann vanti einn með sér sem stoppar hann af. Hann er stærfræðingur og hugsar allt alveg. Stundum þarf einhver að útskýra fyrir honum að tveir plús tveir eru allt af fjórir.

En Jökull hefur alltaf farið mjög hægt af stað og svo finnur hann taktinn. Þá verður þetta gott partí.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Allir á einu máli um Höllu forseta

Allir á einu máli um Höllu forseta
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Segir að United hafi gert ein stærstu mistök í sögu fótboltans í fyrra

Segir að United hafi gert ein stærstu mistök í sögu fótboltans í fyrra
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Iwobi orðaður við stórlið

Iwobi orðaður við stórlið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sandra María: „Við þurfum að vera undirbúnar í það andlega“

Sandra María: „Við þurfum að vera undirbúnar í það andlega“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Bale reynir að kaupa uppeldisfélagið

Bale reynir að kaupa uppeldisfélagið
Hide picture