Real Madrid hefur staðfest það að Dean Huijsen sé orðinn leikmaður félagsins en hann kemur frá Bournemouth.
Um er að ræða mjög spennandi varnarmann sem var orðaður við önnur félög í ensku úrvalsdeildinni.
Real borgar 50 milljónir punda fyrir Huijsen en hann var með kaupákvæði í sínum samningi á Englandi.
Huijsen er spænskur landsliðsmaður en er þó fæddur í Hollandi – hann er aðeins tvítugur að aldri.
Huijsen gerir fimm ára samning við Real og verður að öllum líkindum byrjunarliðsmaður næsta tímabil.