fbpx
Föstudagur 24.október 2025
433Sport

Arnar horfði aftur og aftur á frammistöðu Arons Einars í síðasta glugga og segir – „Vænti mikils af honum að vera gott fordæmi“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 16. maí 2025 13:37

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Einar Gunnarsson er á sínum stað í nýjasta landsliðshópi Arnars Gunnlaugssonar fyrir æfingaleiki gegn Skotlandi og Norður-Írlandi.

Aron Einar var á milli tannana á fólki eftir leiki gegn Kosóvó í mars þar sem hann var rekinn af velli í seinni leiknum.

Smelltu hér til að sjá hópinn

Aron leikur með Al-Gharafa í Katar. „Ég bý yfir þeim lúxus að geta horft á leikina ansi oft, maður er að líta heildstætt á hans frammistöðu. Hann var mjög flottur fyrstu 60-70 mínúturnar í fyrri leiknum en fær svo rautt í seinni leiknum,“ segir Arnar um málið.

Aron var að gera nýjan samning við Al-Gharafa og verður í stærra hlutverki á næstu leiktíð. „Hann var að skrifa undir samning og fær eitt ár í viðbót, við eigum að hafa hann í huga þegar alvaran byrjar í haust. Þetta er tricky gluggi, sumargluggi. Menn mæta fyrir hönd Íslands og vilja gera sitt besta, margir átt langt og strangt tímabil. Aðeins í hausnum farnir að gefa eftir og komnir á ströndina.“

„Ég vænti mikils af Aroni að vera gott fordæmi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Messi gerir nýjan þriggja ára samning við Miami – Verður þar til 41 árs

Messi gerir nýjan þriggja ára samning við Miami – Verður þar til 41 árs
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Íhugaði að gefast upp og leita á annan vettvang – „Ég fann enga gleði“

Íhugaði að gefast upp og leita á annan vettvang – „Ég fann enga gleði“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ólafur Ingi: „Slökkvið á sjónvarpinu og drífið ykkur“

Ólafur Ingi: „Slökkvið á sjónvarpinu og drífið ykkur“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hemmi Hreiðars sagður færast nær því að taka við

Hemmi Hreiðars sagður færast nær því að taka við
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Telur að draumurinn sé úr sögunni þar sem hann fær hvergi tækifæri

Telur að draumurinn sé úr sögunni þar sem hann fær hvergi tækifæri
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þeir sem nota ólögleg streymi til að horfa á íþróttir fá áfall – Nýjar breytingar gera þetta mjög erfitt

Þeir sem nota ólögleg streymi til að horfa á íþróttir fá áfall – Nýjar breytingar gera þetta mjög erfitt