Real Madrid vonast eftir því að geta gengið frá samkomulagi við Liverpool um að fá Trent Alexander-Arnold í júní.
Real Madrid vill fá Trent með á HM félagsliða í sumar en Trent hefur samið við Liverpool um að koma frítt í júlí.
Liverpool mun ekki leyfa Trent að fara fyrr nema fyrir einhverja fjármuni.
Segir í enskum miðlum að Real Madrid ætli að bjóða Liverpool 1 milljón punda til að fá Trent til félagsins í júní.
Liverpool myndi þá spara sér launakostnað og fá einhverja summu á reikning sinn með því að hleypa Trent fyrr í burtu.