Það er alveg óhætt að segja að Mathias Rosenörn hafi ekki átt frábæran dag í marki FH gegn Víkingi í Bestu deildinni í gær.
Víkingur vann leikinn 3-1 og gaf Daninn tvö mörk með slökum sendingum sínum.
Rosenörn gekk í raðir FH í vetur, en markvarðastaðan hjá liðinu hefur verið til vandræða í nokkurn tíma.
Töluverð umræða skapaðist í kringum frammistöðu Rosenörn í gær og lagði Sigurður Gísli Bond Snorrason, hlaðvarpsstjarna og einn harðasti FH-ingur landsins, til að mynda orð í belg.
„FH verða að skipta um markmann hvaða fucking djók var ég að horfa á?“ skrifaði hann.
Hér að neðan má sjá mörk leiksins, sem birtast á Vísi. Víkingur er á toppi deildarinnar með 13 stig, eins og Breiðablik og Vestri.