Casemiro hefur gefið í skyn að hann ætli sér að spila áfram með Manchester United þrátt fyrir áhuga erlendis.
Casemiro hefur spilað nokkuð vel á þessu tímabili með United á meðan aðrir leikmenn hafa ekki staðist væntingar.
Brassinn skoraði í báðum leikjum gegn Athletic Bilbao í Evrópudeildinni er þeir rauðu tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum með samanlögðum 7-1 sigri.
,,Ég hef unnið það sem ég hef unnið en ég vil alltaf meira. Ég vil vinna mér inn fyrir því sem ég fæ, það er hugarfar sigurvegara,“ sagði Casemiro sem er 33 ára gamall.
,,Hvort sem ég sé að spila eða ekki, ég er þarna á hverjum degi. Þannig manneskja er ég, það eina sem ég vil er að United vinni sína leiki.“
,,Ég vil hjálpa liðinu hvernig sem ég get, ég er til staðar. Þetta er mitt hugarfar og ástæða þess að ég hef unnið það sem ég hef gert á ferlinum.“