fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
433Sport

Lykillinn að viðsnúningi á Hlíðarenda? – „Þetta er svolítið síðasti séns“

433
Föstudaginn 9. maí 2025 17:30

Mynd: Valur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson, Hrafnkell Freyr Ágústsson og Hörður Snævar Jónsson fóru yfir allt það helsta í Íþróttavikunni á 433.is, en þættirnir koma út vikulega á 433.is.

Það er bras á Val í Bestu deild karla og tapaði liðið 3-0 gegn FH í síðustu umferð. Liðið og Túfa þjálfari hafa fengið mikla gagnrýni en Hörður lagði það til í þættinum að Valsarar þurfi að hafa Aron Jóhannsson í stuði svo hlutirnir gangi upp.

video
play-sharp-fill

„Seinni hálfleikurinn þeirra gegn Víkingi var besta frammistaða þeirra í sumar. Ég tel að það sé vegna þess að Aron Jóhannsson var í gír. Þeir þurfa hann af lífs og sálar kröftum í þeim gír. Hann er stemningsmaður, nær að lemja menn svolítið með sér. Hann og Hólmar þurfa að taka þetta lið núna áfram með einhverjum karakter,“ sagði Hörður.

„Við getum líka horft í leikinn gegn Vestra, þar sem hann kemur inn á og hefur góð áhrif á leikinn,“ skaut Helgi þá inn í.

„Það er búið að tala um að allir þjálfararnir séu ómögulegir. Þetta er svolítið síðasti séns fyrir ákveðna menn þarna að líta í eigin barm og taka ábyrgðina,“ sagði Hörður enn fremur um Val.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Kærasta Erling Haaland að bugast á þessu atriði í fari hans – „Ég er orðin svo þreytt á þessu“

Kærasta Erling Haaland að bugast á þessu atriði í fari hans – „Ég er orðin svo þreytt á þessu“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stuðningsmaður Liverpool ákærður fyrir kynþáttaníð

Stuðningsmaður Liverpool ákærður fyrir kynþáttaníð
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fyrrum Arsenal-maðurinn loks búinn að finna sér félag

Fyrrum Arsenal-maðurinn loks búinn að finna sér félag
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Meiðslin halda áfram að herja á Arsenal

Meiðslin halda áfram að herja á Arsenal
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Býður Salah að koma fyrr vegna stormsins í kringum hann

Býður Salah að koma fyrr vegna stormsins í kringum hann
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Slot lofsöng einn mann eftir allt fjaðrafokið undanfarið

Slot lofsöng einn mann eftir allt fjaðrafokið undanfarið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

KSÍ og SÁÁ setja á laggirnar mikilvægt verkefni – „Ef ég hefði ekki farið þessa leið þá sæti ég ekki hér í dag“

KSÍ og SÁÁ setja á laggirnar mikilvægt verkefni – „Ef ég hefði ekki farið þessa leið þá sæti ég ekki hér í dag“
433Sport
Í gær

Horfðu á ræðu Henry þar sem Salah er gagnrýndur – Tók dæmi frá eigin ferli

Horfðu á ræðu Henry þar sem Salah er gagnrýndur – Tók dæmi frá eigin ferli
Hide picture