Grjótharðir stuðingsmenn Bodo/Glimt trufluðu lið Tottenham um miðja nótt með flugeldum.
Liðin mætast í seinni leik sínum í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld, en fyrri leiknum lauk með 3-1 sigri Tottenham í London.
Liðin spila í norðurhluta Noregs í kvöld og freista heimamenn þess að snúa taflinu við.
Stuðingsmenn hafa allavega reynt að gera sitt því þeir reyndu að halda vöku fyrir leikmönnum Tottenham með því að sprengja flugelda fyrir utan hótel þeirra um klukkan hálf þrjú í nótt.
Hér að neðan má sjá myndband af þessu.
😴😴😴 @SpursOfficial 02:37 pic.twitter.com/RGFu1QOq6G
— Ultras Bodø (@ultrasbodo) May 8, 2025