fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Wenger segir Trent ekki segja satt – Útskýrir hvernig Real Madrid gerir hlutina þegar þeir vilja stórstjörnu

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 7. maí 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsene Wenger fyrrum stjóri Arsenal segir það af og frá að Trent Alexander-Arnold hafi nýlega tekið þá ákvörðun að fara til Real Madrid.

Hann segir frá því hvernig Real Madrid gengur til verks þegar þeir vilja fá leikmann sem kostar sitt.

„Þetta sýnir bara hvernig leikurinn er að breytast, það er ekkert kaupverð fyrir stóru leikmennina. Þeir klára samningana því launin eru svo gríðarleg,“ sagði Wenger.

GettyImages

„Real Madrid byrjar þegar tvö ár eru eftir af samningi, segjast vilja kaupa þig og bjóða þér þessi laun, Þeir gera svo tilboð, þeir segjast koma aftur að ári þegar eitt ár er eftir af samningi. Ef það virkar ekki þá láta þeir vita að þeir taki leikmanninn frítt.“

„Svona gerðu þeir þetta þegar þeir tóku Kylian Mbappe.“

Getty Images

Wenger segir að samtalið við Trent hafi byrjað fyrir löngu. „Það er svo langt síðan að Real byrjaði að tala við Trent.“

Trent hefur haldið því fram að hann hafi nýlega tekið ákvörðun en Wenger segir það af og frá. „Þetta gefur Liverpool tíma til að finna annan varnarmann, það verður erfitt að fylla skarð hans.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona