fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Trump með hugmynd um bjóða Rússum um að taka þátt í HM í fótbolta – Gæti hjálpað til við að ljúka innrás þeirra

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 7. maí 2025 11:00

Trump er ekki sáttur við Springsteen. Mynd: EPA-EFE/Erin Schaff / POOL

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump forseti Bandaríkjanna segir að það gæti verið góð hugmynd að Rússland fengi að taka þátt á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu árið 2026.

Trump telur að það gæti hjálpað til við að láta Rússa hætta innrásinni í Úkraínu sem hefur staðið yfir í þrjú ár.

FIFA bannaði Rússland frá þátttöku í öllum keppnum vegna þess en það vissi Trump ekki þegar hann hélt blaðamannafund með forseta FIFA í gær.

HM árið 2026 fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. „Ég vissi ekki að þeir væru bannaði, er það rétt?,“ sagði Trump við Gianni Infantino á blaðamannafundi í gær.

„Það er rétt, þeir eru bannaði en við vonumst til að geta tekið þá inn aftur þegar stríðið er á enda,“ svaraði forseti FIFA.

Trump sagði að það gæti hjálpað til að við að fá Rússa til að hætta. „Það er möguleiki, það gæti verið góð hugmynd að bjóða þeim að vera með,“ sagði Trump.

„Við viljum að þeir hætti, það deyja fimm þúsund einstaklingar í hverri viku. Þetta eru hermenn frá Rússlandi og Úkraínu.“

„Þetta eru hræðilegir hlutir, við ætlum okkur að láta þetta stríð taka enda.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona