Donald Trump forseti Bandaríkjanna segir að það gæti verið góð hugmynd að Rússland fengi að taka þátt á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu árið 2026.
Trump telur að það gæti hjálpað til við að láta Rússa hætta innrásinni í Úkraínu sem hefur staðið yfir í þrjú ár.
FIFA bannaði Rússland frá þátttöku í öllum keppnum vegna þess en það vissi Trump ekki þegar hann hélt blaðamannafund með forseta FIFA í gær.
HM árið 2026 fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. „Ég vissi ekki að þeir væru bannaði, er það rétt?,“ sagði Trump við Gianni Infantino á blaðamannafundi í gær.
„Það er rétt, þeir eru bannaði en við vonumst til að geta tekið þá inn aftur þegar stríðið er á enda,“ svaraði forseti FIFA.
Trump sagði að það gæti hjálpað til að við að fá Rússa til að hætta. „Það er möguleiki, það gæti verið góð hugmynd að bjóða þeim að vera með,“ sagði Trump.
„Við viljum að þeir hætti, það deyja fimm þúsund einstaklingar í hverri viku. Þetta eru hermenn frá Rússlandi og Úkraínu.“
„Þetta eru hræðilegir hlutir, við ætlum okkur að láta þetta stríð taka enda.“