fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
433Sport

Þekkir bellibrögð Real Madrid vel og ætlar ekki að leyfa þessu að gerast

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 7. maí 2025 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal er farið að leggja meira kapp á samningaviðræður við William Saliba vegna áhuga Real Madrid á leikmanninum.

Þetta kemur fram í blaðinu L’Equipe í heimalandi kappans, Frakklandi, en Saliba hefur verið mikið orðaður við Real Madrid undanfarið.

Samningur miðvarðarins rennur út eftir tvö ár og er Real Madrid þekkt fyrir að sækja leikmenn þegar stutt er eftir af samningi þeirra, eða þá að fá þá frítt þegar þeir renna út.

Arsenal vill alls ekki missa Saliba, sem er algjör lykilmaður í liðinu, og er talið að það myndi kosta um 85 milljónir punda, ef félagið er til í það á annað borð.

Andrea Berta tók nýverið við sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Arsenal, en hann starfaði áður lengi hjá nágrönnum Real Madrid í Atletico Madrid.

Þekkir hann taktík félagsins því vel á leikmannamarkaðnum og vill forðast það að forráðamenn þess komist inn í hausinn á Saliba og taki hann svo ódýrt eftir ár eða frítt árið eftir.

Því er það í algjörum forgangi hjá Arsenal að semja við Saliba sem fyrst, en viðræður hafa átt sér stað undanfarnar vikur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Bale telur sig vita hver mun vinna Ballon d’Or

Bale telur sig vita hver mun vinna Ballon d’Or
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum
Firmino fer til Katar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Nunez fagnaði að hætti Jota

Nunez fagnaði að hætti Jota
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Real sagt ætla að velja á milli Mbappe og Vinicius

Real sagt ætla að velja á milli Mbappe og Vinicius
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Bauluðu hressilega á Oasis tónleikunum – ,,Hvern í fjandanum eruði að baula á?“

Bauluðu hressilega á Oasis tónleikunum – ,,Hvern í fjandanum eruði að baula á?“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bíða eftir risatilboðum frá ensku stórliðunum

Bíða eftir risatilboðum frá ensku stórliðunum
433Sport
Í gær

Virtist skjóta á fyrrum stjóra félagsins – ,,Erum komnir í úrslitaleikinn vegna hans“

Virtist skjóta á fyrrum stjóra félagsins – ,,Erum komnir í úrslitaleikinn vegna hans“
433Sport
Í gær

Eiginkona Jota mætti fyrir utan Anfield ásamt börnunum

Eiginkona Jota mætti fyrir utan Anfield ásamt börnunum
433Sport
Í gær

Til í að bjóða Diaz fimm ára samning

Til í að bjóða Diaz fimm ára samning
433Sport
Í gær

Allt í rugli hjá Beckham fjölskyldunni – Búinn að ‘blokka’ bræður sína á samskiptamiðlum

Allt í rugli hjá Beckham fjölskyldunni – Búinn að ‘blokka’ bræður sína á samskiptamiðlum