fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
433Sport

Þekkir bellibrögð Real Madrid vel og ætlar ekki að leyfa þessu að gerast

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 7. maí 2025 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal er farið að leggja meira kapp á samningaviðræður við William Saliba vegna áhuga Real Madrid á leikmanninum.

Þetta kemur fram í blaðinu L’Equipe í heimalandi kappans, Frakklandi, en Saliba hefur verið mikið orðaður við Real Madrid undanfarið.

Samningur miðvarðarins rennur út eftir tvö ár og er Real Madrid þekkt fyrir að sækja leikmenn þegar stutt er eftir af samningi þeirra, eða þá að fá þá frítt þegar þeir renna út.

Arsenal vill alls ekki missa Saliba, sem er algjör lykilmaður í liðinu, og er talið að það myndi kosta um 85 milljónir punda, ef félagið er til í það á annað borð.

Andrea Berta tók nýverið við sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Arsenal, en hann starfaði áður lengi hjá nágrönnum Real Madrid í Atletico Madrid.

Þekkir hann taktík félagsins því vel á leikmannamarkaðnum og vill forðast það að forráðamenn þess komist inn í hausinn á Saliba og taki hann svo ódýrt eftir ár eða frítt árið eftir.

Því er það í algjörum forgangi hjá Arsenal að semja við Saliba sem fyrst, en viðræður hafa átt sér stað undanfarnar vikur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?
433Sport
Í gær

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Í gær

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land
433Sport
Í gær

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð
433Sport
Í gær

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl