Knattspyrnugoðsögnin Arsene Wenger var allt annað en sáttur með vítið sem Inter fékk gegn Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í gær.
Inter fór áfram úr einu skemmtilegasta undanúrslitaeinvígi í lengri tíma. Fyrri leiknum lauk með 3-3 jafntefli og var það sama uppi á tengingum í gær. Inter komst í 2-0, Barcelona sneri leiknum við en Inter jafnaði á ný áður en Ítalirnir kláruðu dæmið í framlengingu.
Acá tienen toda la duración de video necesaria para ver que fue penal.
Primera repe, se ve que el defensor le barre la pierna derecha a Lautaro.
Segunda repe, se ve que el defensor no llega a tocar la pelota directamente sino que golpea el pie de Lautaro que golpea la pelota. pic.twitter.com/PslIRr6Jbe— VforValentino (@VdeValentino) May 6, 2025
Annað mark Inter kom af vítapunktinum, en það var Lautaro Martinez sem krækti í vítaspyrnuna eftir viðskipti við Pau Cubarsi, varnarmann Barcelona. Þurfti VAR til að dæma vítið. Wenger fjallaði um leikinn fyrir Bein Sports og var allt annað en sammála dómnum.
„Ég er mjög á móti svona vítaspyrnudómum og að nota hæga endursýningu til að dæma þau. Á venjulegum hraða er þetta frábær tækling og hann nær boltanum,“ sagði Frakkinn og hélt áfram.
„Lautaro Martinez hallar sér að honum og er að sækja vítið. Hann veit að hann er ekki að fara að skora. Þetta er röng ákvörðun dómarans.“
🗣️ "I'm highly against these kind of penalties…"
Arsene Wenger's view on the penalty awarded to @Inter.#beINUCL #InterBarça #UCL pic.twitter.com/ed8yoDzC9R
— beIN SPORTS (@beINSPORTS_EN) May 6, 2025