fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433Sport

Vandræðalegt fyrir Carragher – Gagnrýndi fólk fyrir að gera nákvæmlega það sama og hann hefur gjarnan gert

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 6. maí 2025 10:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Carragher fór mikinn á Sky Sports í gær er yfirvofandi skipti Trent Alexander-Arnold frá Liverpool voru til umræðu.

Trent tilkynnti í gær að hann ætlaði að fara frá Liverpool þegar samningur hans rennur út í sumar. Mun hann að öllum líkindum fara frítt til Real Madrid.

Sumir stuðningsmenn Liverpool hafa tekið þessu ansi illa, enda um uppalinn leikmann að ræða, en aðrir sýna þessu skilning. Carragher segir það ekki annarra að segja stuðningsmönnum liðsins hvernig þeim á að líða.

„Ég er kominn með ógeð á að sjá fólk með enga tengingu við Liverpool segja stuðningsmönnum hvernig þeim á að líða,“ sagði Carragher meðal annars.

Carragher hefði sennilega betur litið sér nær áður en hann sagði þetta en hann hefur einmitt verið duglegur við að skipta sér af viðbrögðum stuðningsmanna annarra liða við brottför leikmanna í gegnum tíðina.

Netverjar voru fljótir að benda á þegar Liverpool-goðsögnin gagnrýndi stuðningsmenn Aston Villa fyrir að taka harkalega á móti Jack Grealish í kjölfar skipta hans yfir til Manchester City og einnig viðbragða stuðningsmanna Everton við því þegar Anthony Gordon fór til Newcastle.

„Hættu þá að segja okkur hvernig okkur á að líða,“ skrifuðu netverjar meðal annars í kjölfar ummæla Carragher.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Duran aftur til Evrópu

Duran aftur til Evrópu