fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Tjáir sig um skilnaðinn – „Ef þetta hefði verið undir mér komið þá hefði ég bara verið óhamingjusamur“

433
Þriðjudaginn 6. maí 2025 19:30

Jenas og eiginkona hans.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jermaine Jenas fyrrum leikmaður enska landsliðsins og Ellie Penfold eru skilin eftir 16 ár saman, hún ákvað að slíta sambandinu en hann vildi það ekki. Jenas var rekinn frá BBC í Bretlandi fyrir að klæmast í samstarfskonu sinni.

Jenas fór langt yfir strikið í þessum samtölum við konuna en hann segir þessi skilaboð til samstarfskonu ekki ástæðuna fyrir skilnaðinum.

,,Ég hætti ekki að hugsa um þessar myndir af þér þegar þú sendir þær. Þegar þær berast þá hugsa ég með mér… Loksins fæ ég að sjá þennan líkama,“ á Jenas að hafa sagt við konuna

Nokkrum dögum seinna þá sagði konan Jenas að hún og vinkona sín ætluðu að skemmta sér á ströndinni og hafði hann þetta að segja:

,,Allt í lagi… Ég vil sjá þig í bikiní, þú getur ekki skammað mig fyrir það.“

Jenas tjáði sig um skilnaðinn í fyrsta sinn í vikunni. „Þetta var hennar ákvörðun sem ég varð að taka, ef þetta hefði verið undir mér komið þá hefði ég bara verið óhamingjusamur til að geta verið með börnunum mínum alla daga,“ sagði Jenas.

Jenas hefði frekar kosið það að þau myndu búa áfram saman svo hann gæti verið með börnunum sínum á hverjum degi.

„Ef ég vakna með börnunum mínum á hverjum degi þá er ég sáttur, ég ætlaði að vera óhamingjusamur bara til að geta verið heima hjá mér. Hún vildi það ekki og við fórum í sitthvora áttina.“

„Hún skilur það samt að við verðum að gera það sem er best fyrir börnin okkar. Það er erfitt að hitta þau ekki alla daga.“

Jenas þvertekur fyrir að perraskapur hans hafi orðið til þess að Ellie sparkaði honum.

„Hún hætti ekki með mér vegna þess að ég sendi einhver nokkur skilaboð. Við höfðum átt okkar vandamál lengi, við erum vinir því með því getum við unnið saman að uppeldi barnanna okkar. Við áttum sextán frábær ár saman.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Orri Steinn hetja Sociedad

Orri Steinn hetja Sociedad
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

England: Tryggði stig gegn United með sinni fyrstu snertingu

England: Tryggði stig gegn United með sinni fyrstu snertingu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Guðlaugur Victor rifti við Plymouth

Guðlaugur Victor rifti við Plymouth
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Duttu í það stuttu fyrir leik á HM: Sjúkraþjálfarinn með áhugaverða uppástungu – ,,Hann varð veikur og gat ekki tekið þátt“

Duttu í það stuttu fyrir leik á HM: Sjúkraþjálfarinn með áhugaverða uppástungu – ,,Hann varð veikur og gat ekki tekið þátt“
433Sport
Í gær

Pirraður á umfjöllun fjölmiðla: ,,Ten Hag var aldrei vandamálið“

Pirraður á umfjöllun fjölmiðla: ,,Ten Hag var aldrei vandamálið“
433Sport
Í gær

Gummi Ben kom Hjörvari verulega á óvart í beinni útsendingu – Fékk gjöf frá manninum sem hann hefur gagnrýnt mest

Gummi Ben kom Hjörvari verulega á óvart í beinni útsendingu – Fékk gjöf frá manninum sem hann hefur gagnrýnt mest
433Sport
Í gær

Fyrirliðinn spenntastur fyrir þessum leikmanni í vetur

Fyrirliðinn spenntastur fyrir þessum leikmanni í vetur