fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
433Sport

Þurfa að uppfylla þessar kröfur Liverpool til að fá Trent fyrr til sín

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 6. maí 2025 14:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það mun kosta Real Madrid tæpa milljón punda að fá Trent Alexander-Arnold til félagsins fyrir HM félagsliða í júní, ef marka má spænska miðla.

Trent tilkynnti í gær að hann myndi fara frítt frá Liverpool í sumar þegar samningur hans rennur út. Það hefur ekki verið staðfest að hann fari til Real Madrid en á því eru allar líkur.

Skiptin ganga að óbreyttu í gegn um mánaðarmótin júní-júlí en Real Madrid vonast til að fá hann fyrir 18. júní, en þá hefur liðið leik á HM og mætir Al-Hilal.

Spænska blaðið AS segir að Liverpool muni krefjast um 850 þúsund punda greiðslu frá Real Madrid ef Trent á að fara fyrir HM. Spánverjarnir höfðu áður boðið um helmingi lægri upphæð.

Þá fer Liverpool einnig fram á það að Trent gefi eftir launin sín í júní.

Nái félögin ekki saman gæti Trent enn náð að koma við sögu á HM, en félög hafa leyfi til að skrá leikmenn milli 27. júní og 3. júlí. Í því tilfelli myndi enski bakvörðurinn aðeins missa af riðlakeppninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Liverpool þurfi að styrkja þessar þrjár stöður í sumar

Liverpool þurfi að styrkja þessar þrjár stöður í sumar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ivana sást um helgina og er nær óþekkjanleg – Sjáðu breytt útlit hennar

Ivana sást um helgina og er nær óþekkjanleg – Sjáðu breytt útlit hennar
433Sport
Í gær

City ætlar að setja allt í botn til að fá Gibbs-White

City ætlar að setja allt í botn til að fá Gibbs-White
433Sport
Í gær

Útsendari Real Madrid var mættur til London um helgina og sá tap Arsenal

Útsendari Real Madrid var mættur til London um helgina og sá tap Arsenal
433Sport
Í gær

Kveikti í eftir fréttir dagsins – Sjáðu myndbandið

Kveikti í eftir fréttir dagsins – Sjáðu myndbandið
433Sport
Í gær

Sjáðu hjartnæma kveðju Trent nú þegar hann fer frá Liverpool

Sjáðu hjartnæma kveðju Trent nú þegar hann fer frá Liverpool