fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Þurfa að uppfylla þessar kröfur Liverpool til að fá Trent fyrr til sín

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 6. maí 2025 14:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það mun kosta Real Madrid tæpa milljón punda að fá Trent Alexander-Arnold til félagsins fyrir HM félagsliða í júní, ef marka má spænska miðla.

Trent tilkynnti í gær að hann myndi fara frítt frá Liverpool í sumar þegar samningur hans rennur út. Það hefur ekki verið staðfest að hann fari til Real Madrid en á því eru allar líkur.

Skiptin ganga að óbreyttu í gegn um mánaðarmótin júní-júlí en Real Madrid vonast til að fá hann fyrir 18. júní, en þá hefur liðið leik á HM og mætir Al-Hilal.

Spænska blaðið AS segir að Liverpool muni krefjast um 850 þúsund punda greiðslu frá Real Madrid ef Trent á að fara fyrir HM. Spánverjarnir höfðu áður boðið um helmingi lægri upphæð.

Þá fer Liverpool einnig fram á það að Trent gefi eftir launin sín í júní.

Nái félögin ekki saman gæti Trent enn náð að koma við sögu á HM, en félög hafa leyfi til að skrá leikmenn milli 27. júní og 3. júlí. Í því tilfelli myndi enski bakvörðurinn aðeins missa af riðlakeppninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Orri Steinn hetja Sociedad

Orri Steinn hetja Sociedad
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

England: Tryggði stig gegn United með sinni fyrstu snertingu

England: Tryggði stig gegn United með sinni fyrstu snertingu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Guðlaugur Victor rifti við Plymouth

Guðlaugur Victor rifti við Plymouth
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Duttu í það stuttu fyrir leik á HM: Sjúkraþjálfarinn með áhugaverða uppástungu – ,,Hann varð veikur og gat ekki tekið þátt“

Duttu í það stuttu fyrir leik á HM: Sjúkraþjálfarinn með áhugaverða uppástungu – ,,Hann varð veikur og gat ekki tekið þátt“
433Sport
Í gær

Pirraður á umfjöllun fjölmiðla: ,,Ten Hag var aldrei vandamálið“

Pirraður á umfjöllun fjölmiðla: ,,Ten Hag var aldrei vandamálið“
433Sport
Í gær

Gummi Ben kom Hjörvari verulega á óvart í beinni útsendingu – Fékk gjöf frá manninum sem hann hefur gagnrýnt mest

Gummi Ben kom Hjörvari verulega á óvart í beinni útsendingu – Fékk gjöf frá manninum sem hann hefur gagnrýnt mest
433Sport
Í gær

Fyrirliðinn spenntastur fyrir þessum leikmanni í vetur

Fyrirliðinn spenntastur fyrir þessum leikmanni í vetur