Felix gekk í raðir Chelsea í annað sinn á ferlinum síðasta sumar en fékk lítið að spila og var lánaður til AC Milan, þar sem tækifærin hafa einnig verið af skornum skammti.
Flamengo hyggst því freista þess að fá portúgalska sóknarmanninn á láni í sumar með kaupmöguleika.
Ekki er víst að Felix hafi nokkurn áhuga á að spila í Brasilíu, en hans fyrrum félag Benfica hefur einnig áhuga.
Felix sló í gegn ungur að árum með Benfica og var keyptur til Atletico Madrid fyrir mikið fé. Hann hefur þó ekki fundið sig almennilega síðan þá.
Það er nóg að gera hjá Flamengo en þess má geta að félagið er að landa öðrum leikmanni úr ensku úrvalsdeildinni, Jorginho frá Arsenal, á frjálsri sölu.