Viktor Unnar Illugason er gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.
ÍA hefur farið erfiðlega af stað í Bestu deild karla og er í fallsæti með 3 stig eftir fjórar umferðir. Liðið tekur á móti KA í næsta leik og er mikið undir, en KA er með stigi meira.
„Ef ÍA vinnur ekki þennan leik er þetta bara hræðileg byrjun. Þeir voru nálægt Evrópusæti í fyrra og margir að spá þeim góðu gengi,“ sagði Viktor.
Hrafnkell benti á að Skagamenn hefðu reynt að fá kantmann Vals á dögunum til að lífga upp á sóknarleikinn.
„Þeir reyndu eins og þeir gátu að sækja mann fyrir lok gluggans. Þeir reyndu víst við Tryggva Hrafn Haraldsson, komu með gott tilboð sem var bara hafnað.“
Nánar í spilaranum.