Manchester United og Tottenham eru í frábærri stöðu í Evrópudeildinni fyrir seinni leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar.
United vann magnaðan 0-3 sigur á Athletic Bilbao á útivelli en það síðarnefnda spilaði allan seinni hálfleikinn manni færri.
Tottenham vann Bodo/Glimt á sama tíma 3-1 en á þó eftir að fara til Noregs í seinni leikinn sem getur reynst erfitt.
Í Sambandsdeildinni þá vann Chelsea lið Djurgarden örugglega 4-1 úti og Real Betis vann Fiorentina 2-1 heima þar sem Albert Guðmundsson spilaði með gestunum.
Tottenham 3 – 1 Bodo/Glimt
1-0 Brennan Johnson
2-0 James Maddison
3-0 Dominic Solanke(víti)
3-1 Ulrik Saltnes
Athletic Bilbao 0 – 3 Man Utd
0-1 Casemiro
0-2 Bruno Fernandes(víti)
0-3 Bruno Fernandes)
Djurgarden 1 – 4 Chelsea
0-1 Jadon Sancho
0-2 Noni Madueke
0-3 Nicolas Jackson
0-4 Nicolas Jackson
1-4 Isak Mulugeta
Real Betis 2 – 1 Fiorentina
1-0 Abde Ezzalzouli
2-0 Antony
2-1 Luca Ranieri