Manchester City hefur engan áhuga á því að lána Jack Grealish í sumar og einungis bein sala kemur til greina.
Grealish hefur átt í stökustu vandræðum á þessu tímabili en hann er 29 ára gamall.
Grealish var keyptur til City á 100 milljónir punda frá Aston Villa fyrir fjórum árum.
Hann hefur átt góða spretti hjá City en virðist ekki vera í plönum félagsins til framtíðar.
Það kemur hins vegar ekki til greina að lána Grealish en hann hefur meðal annars verið orðaður við endurkomu til Villa.