fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
433Sport

Hneyksluðust á páskafríi í Breiðholti – „Það er galið, maður er ekki vanur þessu“

433
Miðvikudaginn 23. apríl 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ÍR sem leikur í Lengjudeildinni í sumar hefur vakið athygli í vetur fyrir vaska framgöngu sína í Lengjubikarnum og svo í Mjólkurbikarnum.

Það vakti hins vegar nokkra athygli á laugardag þegar liðið mætti Þór í 32 liða úrslitum bikarsins að nokkra lykilmenn vantaði.

Komið hefur fram að fjórir leikmenn liðsins fengu páskafrí og fóru erlendis, þeir gátu því ekki tekið þátt í leiknum.

„Helsta er að það voru fjórir ÍR-ingar í páskafríi, þeir voru í páskafríi? Hvaða áhugamennska er þetta, þeir eru í Lengjudeildinni, ætli það sé sumarfrí á leiðinni,“ sagði Albert Brynjar Ingason stjórnandi Gula spjaldsins sem var hneykslaður á þessu.

Jóhann Birnir Guðmundsson er þjálfari liðsins og hefur gert frábæra hluti undanfarið. „Þú ert fótboltamaður á Íslandi og átt að vita að páskafrí er ekki í boði. Jóhann Birnir sagði að það væri allt í góðu, þetta hefði verið í samráði,“ sagði Gunnar Ormslev gestur þáttarins.

Ásgeir Frank Ásgeirsson aðstoðarþjálfari Fjölnis sem leikur í sömu deild og ÍR var á sama máli. „Það eru tvær vikur í mót, það er galið. Maður er ekki vanur þessu, að það sé páskafrí í boltanum.“

„Er ekki bara eðlilegt að það sé lokað á utanlandsferðir eftir janúar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sú besta í fyrra snýr aftur

Sú besta í fyrra snýr aftur
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Liverpool ætlar að mæta með stóru seðlana í sumarið – Tvær stöður í forgangi

Liverpool ætlar að mæta með stóru seðlana í sumarið – Tvær stöður í forgangi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sögðu frá kjaftasögu úr Kaplakrika – Mun yfirmaður Heimis á endanum taka við starfinu hans?

Sögðu frá kjaftasögu úr Kaplakrika – Mun yfirmaður Heimis á endanum taka við starfinu hans?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Paul Pogba í viðræðum við áhugavert félag í Bandaríkjunum

Paul Pogba í viðræðum við áhugavert félag í Bandaríkjunum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Var harður á öllu vitlausu stöðunum þegar frúin nuddaði hann

Var harður á öllu vitlausu stöðunum þegar frúin nuddaði hann
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Efstur á óskalista í Madríd í sumar

Efstur á óskalista í Madríd í sumar
433Sport
Í gær

Hjörvar bendir á eitt atriði sem gæti haft áhrif á hrunið í Hafnarfirði síðustu ár

Hjörvar bendir á eitt atriði sem gæti haft áhrif á hrunið í Hafnarfirði síðustu ár
433Sport
Í gær

Besta deildin: Sowe og Oliver sáu um að klára Stjörnuna í Garðabæ

Besta deildin: Sowe og Oliver sáu um að klára Stjörnuna í Garðabæ