fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
433Sport

Beckham hefur gríðarlegan áhuga en samtalið ekki komið langt á veg

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 15. apríl 2025 08:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inter Miami hefur gríðarlegan áhuga á því að semja við Kevin de Bruyne í sumar þegar samningur hans við Manchester City er á enda.

City ákvað að bjóða De Bruyne ekki nýjan samning og því fer hann frítt.

De Bruyne er 33 ára gamall en David Beckham eigandi Inter Miami er sagður leggja mikla áherslu á að fá hann.

Florian Plettenberg sem er sérfræðingur á markaðnum segir áhugan klárlega vera til staðar en viðræður séu ekki komnar langt á veg.

De Bruyne greindi frá því fyrir rúmri viku að hann væri á förum frá City og síðan þá hefur Inter Miami sett allt af stað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Liverpool ætlar að mæta með stóru seðlana í sumarið – Tvær stöður í forgangi

Liverpool ætlar að mæta með stóru seðlana í sumarið – Tvær stöður í forgangi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Saliba efstur á óskalista Real Madrid í sumar – Skoða líka tvo miðjumenn sem spila á Englandi

Saliba efstur á óskalista Real Madrid í sumar – Skoða líka tvo miðjumenn sem spila á Englandi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Efstur á óskalista í Madríd í sumar

Efstur á óskalista í Madríd í sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sex ensk stórlið hafa áhuga á sama framherjanum – Getur komið frítt í sumar

Sex ensk stórlið hafa áhuga á sama framherjanum – Getur komið frítt í sumar