fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
433Sport

Halldór hafi hætt að sýna leiknum nægilega virðingu – „Þetta var yfirgengilegt hrun“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 14. apríl 2025 09:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslandsmeistarar Breiðabliks misstu á magnaðan hátt niður forskot sitt gegn Fram í 2. umferð Bestu deildar karla í gær. Þetta var til umræðu í hlaðvarpinu Dr. Football.

Blikar voru komnir í 0-2 þegar flautað var til hálfleiks. Á tíu mínútna kafla í seinni hálfleik sneru heimamenn dæminu gjörsamlega við og unnu 4-2.

„Hann fór að taka aðalkallana sína út af. Ég hugsaði að það yrði örugglega skynsamlegt, leikur á föstudaginn og svona,“ sagði Hjörvar Hafliðason í Dr. Football, en Halldór Árnason, þjálfari Blika, tók Andra Rafn Yeoman af velli í hálfleik og Viktor Karl Einarsson og Aron Bjarnason um miðjan seinni hálfleik, rétt áður en hrunið hófst.

„Það versta sem gerist er þegar þjálfarar ætla að vera sniðugir. Hann hætti að einhverju leyti að sýna þessum leik þá virðingu sem hann átti skilið,“ sagði Jóhann Már Helgason um málið.

„Þessar tíu mínútur, þetta var yfirgengilegt hrun. Blikar missa algjörlega hausinn og ætla að skora tvö mörk í hverri sókn, þá urðu þeir bara galopnir,“ sagði hann enn fremur.

Blikar eru því með 3 stig eftir fyrstu tvær umferðirnar, rétt eins og Fram sem sótti sín fyrstu stig í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Isak mjög óvænt í sænska landsliðshópnum

Isak mjög óvænt í sænska landsliðshópnum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sá pólski á förum frá Arsenal

Sá pólski á förum frá Arsenal
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

U19 ára landsliðshópur vekur athygli: Tíu leika erlendis – Sonur Arnars Þórs einn þeirra

U19 ára landsliðshópur vekur athygli: Tíu leika erlendis – Sonur Arnars Þórs einn þeirra
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arnar var með hausverk að sjóða saman hópinn – „Gylfi þarf að bíta í það súra epli“

Arnar var með hausverk að sjóða saman hópinn – „Gylfi þarf að bíta í það súra epli“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Komast upp með innbrot þar sem þeir tóku muni fyrir 166 milljónir

Komast upp með innbrot þar sem þeir tóku muni fyrir 166 milljónir
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tveir risar vilja fá Kobbie Mainoo á næstu dögum

Tveir risar vilja fá Kobbie Mainoo á næstu dögum
433Sport
Í gær

Arnar opinberar hóp sinn fyrir mikilvægasta verkefnið til þessa

Arnar opinberar hóp sinn fyrir mikilvægasta verkefnið til þessa
433Sport
Í gær

Svona er æfingahópur unglingalandsliðsins

Svona er æfingahópur unglingalandsliðsins