fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
433Sport

Einkunnir leikmanna Íslands eftir slæmt kvöld í Kósóvó

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 20. mars 2025 21:40

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið tapaði fyrir Kósóvó í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar í kvöld. Hér neðar eru einkunnir leikmanna Íslands úr leiknum.

Ísland byrjaði leikinn þokkalega en smátt og smátt tóku heimamenn yfir og kom Lumbardh Dellova þeim yfir á 19. mínútu eftir vandræðagang í vörn Íslands. Landsliðsfyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson svaraði þó skömmu síðar með flottri afgreiðslu eftir frábæran undirbúning Ísaks Bergmann Jóhannessonar.

Strákarnir okkar náðu ekki að fylgja þessu eftir með betri spilamennsku úti á vellinum en staðan í hálfleik var 1-1. Seinni hálfleikur var vægast sagt slakur hjá íslenska liðinu og kom Elvis Rexhbejac Kósóvó yfir á ný á 58. mínútu. Meira var ekki skorað og 2-1 lokaniðurstaðan. Liðin mætast í seinni leik sínum, sem er skráður heimaleikur Íslands, á Spáni á sunnudag.

Hákon Rafn Valdimarsson – 5
Lítið út á hann að setja heilt yfir. Átti þó skógarhlaup sem hefði geta reynst dýrt.

Guðlaugur Victor Pálsson – 5
Allt í lagi leikur. Kom sér í fyrirgjafastöður sem hann nýtti ekki nógu vel.

Aron Einar Gunnarsson – 4
Oft á tíðum berskjaldaður til baka.

Sverrir Ingi Ingason – 5
Heilt yfir allt í lagi leikur hjá Sverri en vantaði töluvert upp á, eins og hjá fleirum.

Mikael Egill Ellertsson – 5
Komst þokkalega frá sínu í kvöld.

Ísak Bergmann Jóhannesson (65′) – 6
Átti mjög góðan fyrri hálfleik og gerði frábærlega í marki Orra Steins. Dró af honum í þeim seinni, þar til hann fór af velli.

Hákon Arnar Haraldsson – 4
Heilt yfir töluvert frá sínu besta. Tapaði boltanum á rándýran hátt í öðru marki Kósóvó.

Logi Tómasson – 4 (65′)
Var í brasi sóknar- og varnarlega.

Albert Guðmundsson (65′) – 5
Kom sér stundum í flottar stöður en heilt yfir kom of lítið úr honum.

Orri Steinn Óskarsson – 7 – Maður leiksins
Fínasti leikur hjá landsliðsfyrirliðanum og mark hans frábærlega afgreitt. Einn af fáum með lífsmarki í afar slökum seinni hálfleik Íslands.

Andri Lucas Guðjohnsen – 4
Oft á tíðum týndur í þessum leik.

Varamenn
Arnór Ingvi Traustason (65′) – 5
Stefán Teitur Þórðarson (65′) – 5
Jón Dagur Þorsteinsson (65′) – 6

Aðrir spiluðu of lítið til að fá einkunn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sú besta í fyrra snýr aftur

Sú besta í fyrra snýr aftur
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Liverpool ætlar að mæta með stóru seðlana í sumarið – Tvær stöður í forgangi

Liverpool ætlar að mæta með stóru seðlana í sumarið – Tvær stöður í forgangi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sögðu frá kjaftasögu úr Kaplakrika – Mun yfirmaður Heimis á endanum taka við starfinu hans?

Sögðu frá kjaftasögu úr Kaplakrika – Mun yfirmaður Heimis á endanum taka við starfinu hans?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Paul Pogba í viðræðum við áhugavert félag í Bandaríkjunum

Paul Pogba í viðræðum við áhugavert félag í Bandaríkjunum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Var harður á öllu vitlausu stöðunum þegar frúin nuddaði hann

Var harður á öllu vitlausu stöðunum þegar frúin nuddaði hann
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Efstur á óskalista í Madríd í sumar

Efstur á óskalista í Madríd í sumar
433Sport
Í gær

Hjörvar bendir á eitt atriði sem gæti haft áhrif á hrunið í Hafnarfirði síðustu ár

Hjörvar bendir á eitt atriði sem gæti haft áhrif á hrunið í Hafnarfirði síðustu ár
433Sport
Í gær

Besta deildin: Sowe og Oliver sáu um að klára Stjörnuna í Garðabæ

Besta deildin: Sowe og Oliver sáu um að klára Stjörnuna í Garðabæ