fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
433Sport

Sögulegur ársreikningur í Fossvogi: Tekjurnar vel yfir milljarð og rosalegur hagnaður

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 19. mars 2025 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tekjur knattspyrnudeildar Víkings voru yfir 1,2 milljarð á síðasta ári en þátttaka meistaraflokks karla í Sambandsdeildinni spilar þar stærsta hlutverkið.

832 milljónir af þessum 1,2 milljarði kom vegna þátttöku liðsins í Evrópukeppni. Félagið greiddi rúmar 12 milljónir í vallarleigu vegna Evrópukeppni en liðið lék á Kópavogsvelli, þá var ferðakostnaður 147 milljónir en var 34 milljónir árið á undan.

Um er að ræða sögulegan ársreikning en tekjur íslensk félags hafa aldrei verið svo miklar, Breiðablik var með 1,1 milljarð í fyrra í tekjur og var fyrsta knattspyrnufélagið til að fara yfir milljarð í tekjur.

Meira:
Náðu að snúa við miklum taprekstri í efri byggðum Kópavogs
Óvæntar tekjur björguðu rekstrinum í Úlfarsárdal – Gríðarleg hækkun á launakostnaði og útgjöldum
Blómlegur rekstur í Þorpinu á Akureyri – Tekjur jukust um 45 milljónir á milli ára
Mikið launaskrið í Laugardalnum en myndarlegur hagnaður á rekstrinum á síðasta ári
Blómlegur rekstur í Keflavík: Launakostnaður lækkaði um 50 milljónir og skiluðu góðum hagnaði
Áhugaverður ársreikningur í Vesturbænum opinberaður – Launin hækka mikið milli ára

Samkvæmt rekstrarreikningi nam hagnaður ársins 415,7 millj. kr. (2023: tap 16,0 millj. kr.). Eigið fé í árslok nam 500,4 millj. kr. (2023: 83,9 millj. kr.) samkvæmt efnahagsreikningi.

Magnaður árangur Víkings á síðasta ári skilaði sér vel í kassann en útgjöldin jukust hressilega, launakostnaður var 418 milljónir og hækkar sá kostnaður um 160 milljónir króna á milli ára.

Tekjur af seldum varningi og veitingum hækkaði um ellefu milljónir á milli ára og fékk félagið 50 milljónir króna í tekjur þar.

Skammtímaskuldir deildarinnar eru rúmar 60 milljónir en óráðstafað eigið fé var 488 milljónir í lok árs. Félagið seldi leikmenn fyrir rúmar 5 milljónir á síðasta ári en árið 2023 seldi félagið leikmenn fyrir tæpar 100 milljónir.

Víkingur hefur í upphafi þessa árs selt leikmenn fyrir vel yfir 100 milljónir og kemur það fram í næsta ársreikningi. Ljóst er því að reksturinn í Fossvogi blómstrar.

Herra-, konukvöld og aðrar skemmtanir skiluðu vel yfir 20 milljónum í tekjur sem er ansi vel gert.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Liverpool vill framlengja samning Konate

Liverpool vill framlengja samning Konate
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hugsar súr út í ákvörðun Arnars eftir það sem gerðist í vikunni – „Að íslenska landsliðið hafi leyft sér það“

Hugsar súr út í ákvörðun Arnars eftir það sem gerðist í vikunni – „Að íslenska landsliðið hafi leyft sér það“
433Sport
Fyrir 2 dögum

City ætlar að slást við Arsenal og Real Madrid um næstu stjörnu Spánar

City ætlar að slást við Arsenal og Real Madrid um næstu stjörnu Spánar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arsenal og United fá að vita af verðmiða sem gæti fælt þau frá

Arsenal og United fá að vita af verðmiða sem gæti fælt þau frá
433Sport
Fyrir 2 dögum

Almenn ánægja með störf KSÍ – Flestir neikvæðir er varðar þjónustu við stuðningsmenn á landsleikjum

Almenn ánægja með störf KSÍ – Flestir neikvæðir er varðar þjónustu við stuðningsmenn á landsleikjum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Einn besti leikmaður City að verða samningslaus – Guardiola segir að hann ráði för

Einn besti leikmaður City að verða samningslaus – Guardiola segir að hann ráði för