fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Eitt það versta sem Carragher hefur séð – Veit núna hvar Liverpool á að styrkja sig

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 17. mars 2025 11:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Carragher segir ljóst að hans menn í Liverpool þurfi að styrkja sig sóknarlega eftir tapið gegn Newcastle í úrslitaleik enska deildabikarsins í gær.

Newcastle vann leikinn 2-1 og þar með fór annar titillinn á örfáum dögum hjá Liverpool, en liðið tapaði gegn PSG í Meistaradeildinni í síðustu viku.

„Þetta var sennilega ein versta frammistaða sem ég hef séð frá Liverpool í úrslitaleik. En það er erfitt að vera of gagnrýninn. Þeir hafa gefið allt í þetta tímabil og tapað einum leik í deildinni. En þessi leikur sýndi mér hvar Liverpool þarf að styrkja sig,“ sagði Carragher eftir leik, en Liverpool er langefst í ensku úrvalsdeildinni.

„Það vantar hraða fram á við. Ég nánast vorkenndi Mo Salah. Hann fékk mikla gagnrýni eftir leikina við PSG á móti Mendes, mögulega besta vinstri bakverði heims. Ég held að Liverpool þurfi að kaupa tvo sóknarmenn sem geta spilað með Salah, vonandi, á næstu leiktíð.“

Ekki er ljóst hvort Salah sjálfur verði áfram á næstu leiktíð, en hann er að verða samningslaus eins og lykilmennirnir Trent Alexander-Arnold og Virgil van Dijk einnig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Reyndi hvað hann gat til að koma í veg fyrir að kynlífsmyndband þeirra færi í dreifingu – Þegar það lak út kom í ljós hvers vegna

Reyndi hvað hann gat til að koma í veg fyrir að kynlífsmyndband þeirra færi í dreifingu – Þegar það lak út kom í ljós hvers vegna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mikill áhugi á Donnarumma – Möguleikar í heimalandinu og á Englandi

Mikill áhugi á Donnarumma – Möguleikar í heimalandinu og á Englandi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Besta deildin í aðalhlutverki – Úrslitastund framundan í körfunni

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Besta deildin í aðalhlutverki – Úrslitastund framundan í körfunni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Öll mannvirki í kringum völlinn í Grindavík metin örugg

Öll mannvirki í kringum völlinn í Grindavík metin örugg
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Staðfest að Sveindís fari og er hún mikið orðuð við Manchester United

Staðfest að Sveindís fari og er hún mikið orðuð við Manchester United
433Sport
Í gær

Þetta hefur De Bruyne sagt um Liverpool nú þegar þeir hafa áhuga

Þetta hefur De Bruyne sagt um Liverpool nú þegar þeir hafa áhuga