fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
433Sport

Blómlegur rekstur í Þorpinu á Akureyri – Tekjur jukust um 45 milljónir á milli ára

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 12. mars 2025 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tekjur knattspyrnudeildar Þórs jukust um 45 milljónir á milli ára. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins fyrir árið 2024.

Tekjur deildarinnar voru 202 milljónir á síðasta ári en hækkunin var 27 prósent, tekjur deildarinnar voru árið 157 milljónir.

Hagnaður deildarinnar var 17 milljónir á liðnu ári. Framlög og styrkir voru 66 milljónir á síðasta ári og hækkaði sú tala um 19 milljónir frá fyrra ári.

Meira:
Mikið launaskrið í Laugardalnum en myndarlegur hagnaður á rekstrinum á síðasta ári
Blómlegur rekstur í Keflavík: Launakostnaður lækkaði um 50 milljónir og skiluðu góðum hagnaði
Áhugaverður ársreikningur í Vesturbænum opinberaður – Launin hækka mikið milli ára

Aðrar tekjur voru 71 milljón og hækkuðu um 24 milljónir á milli ár. Laun og launatengd gjöld félagsins voru 92 milljónir og hækkuðu um 6 milljónir frá fyrra ári.

Rekstrarkostnaður deildarinnar var 184 milljónir á síðasta ári og hækkaði um 17 milljónir frá fyrra ári.

Félagið átti rúmar 20 milljónir í handbært fé undir lok síðasta árs en skuldir deildarinnar í heild voru 27 milljónir.

Þór keypti leikmenn fyrir 6,5 milljón á síðasta ári en seldi leikmenn fyrir 26,5 milljón.

Reikninginn má lesa í heild hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Öflugur sigur hjá U16 ára landsliðinu

Öflugur sigur hjá U16 ára landsliðinu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mun Arsenal kaupa sóknarmann í vanda frá Chelsea í sumar?

Mun Arsenal kaupa sóknarmann í vanda frá Chelsea í sumar?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

FH staðfestir komu Dags Fjeldsted frá Breiðablik – Hafa forkaupsrétt í lok tímabils

FH staðfestir komu Dags Fjeldsted frá Breiðablik – Hafa forkaupsrétt í lok tímabils
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Landsliðið mætir Egyptalandi og Kólombíu í áhugaverðum leikjum í sumar

Landsliðið mætir Egyptalandi og Kólombíu í áhugaverðum leikjum í sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þekktur framhjáhaldari vakti athygli í flugi – Horfði á þætti þar sem mikið erum framhjáhald

Þekktur framhjáhaldari vakti athygli í flugi – Horfði á þætti þar sem mikið erum framhjáhald
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Dýrlingarnir vilja fá fyrrum aðstoðarmann Solskjær

Dýrlingarnir vilja fá fyrrum aðstoðarmann Solskjær