fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
433Sport

FH sendir „B-liðið“ til Akureyrar í kvöld – „Boginn hefur ekkert með þetta að gera“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 11. mars 2025 10:31

Heimir Guðjónsson þjálfar FH. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

FH skilur eftir flesta af sínum bestu leikmönnum þegar liðið mætir Þór í Lengjubikarnum í kvöld. Davíð Þór Viðarsson yfirmaður knattspyrnumála hjá FH segir mikið álag undanfarið vera ástæðu þess.

Leikurinn fer fram í Boganum klukkan 19:00 í kvöld en FH kom heim úr æfingaferð sinni á laugardag. Þar lék liðið tvo leiki gegn norskum úrvalsdeildarliðum.

ÍR situr á toppnum í riðlinum en með sigri Þórs fer liðið upp í efsta sætið og þar með áfram í undanúrslit. Sigurvegari liðsins mætir Val í undanúrslitum.

„Við erum að skilja eftir nokkuð marga heima, upphaflega áttum við að spila gegn Vålerenga og Rosenborg í æfingaferðinni. Svo datt leikurinn við Rosenborg út og við spiluðum því við Víking rétt áður en fórum út,“ sagði Davíð við 433.is. en svo breyttist planið.

FH kom heim úr æfingaferð sinni á laugardag. „Svo bættist Rosenborg leikurinn aftur inn, við tókum ákvörðun að spila þann leik. Þeir sem hafa spilað mest í þessum þremur leikjum verða eftir heima í dag.“

Á síðasta ári lenti Þór í svona leikjum og þá báru þjálfarar liðanna fyrir sér að aðstæður í Boganum væru ekki þeim að skapi, það er ekki ástæðan núna. „Boginn hefur ekkert með þetta að gera,“ sagði Davíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum
Duran aftur til Evrópu

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Víkingur staðfestir tíðindin sem hafa legið í loftinu

Víkingur staðfestir tíðindin sem hafa legið í loftinu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arsenal sagt komið í slaginn við önnur stórlið um franska framherjann

Arsenal sagt komið í slaginn við önnur stórlið um franska framherjann
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Segir tvennar sögur fara af launapakkanum í Garðabæ – Frítt eða tæpar 3 milljónir á mánuði?

Segir tvennar sögur fara af launapakkanum í Garðabæ – Frítt eða tæpar 3 milljónir á mánuði?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fer ekki framhjá fólki hvað er í vændum

Fer ekki framhjá fólki hvað er í vændum
433Sport
Í gær

David Beckham vakti athygli í gær með hendina í fatla – Sjáðu myndina

David Beckham vakti athygli í gær með hendina í fatla – Sjáðu myndina
433Sport
Í gær

Hallgrímur skoðaði sjóðheita framherjann í gær – Að minnsta kosti fimm lið í Lengjudeildinni skoða málið

Hallgrímur skoðaði sjóðheita framherjann í gær – Að minnsta kosti fimm lið í Lengjudeildinni skoða málið