fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Pirraður Arteta strunsaði út í miðju viðtali – Myndband

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 10. mars 2025 09:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hafði lítinn áhuga á að ræða titilbaráttuna eftir að Arsenal missteig sig enn á ný á Old Trafford í gær.

Manchester United og Arsenal gerðu þar 1-1 jafntefli og var það í raun fyrrnefnda liðið, sem er í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, sem var nær því að stela sigrinum.

Liverpool er nú með 15 stiga forskot á Arsenal á toppi deildarinnar og var Arteta spurður að því eftir leik hvort það væri ekki eftirsjá yfir að hafa ekki sótt framherja í janúarglugganum, eins og margir kölluðu eftir, enda Arsenal liðið ansi bitlaust oft á tíðum.

„Þetta snýst ekki um það,“ svaraði Arteta þá og gerði sig kláran í að yfirgefa viðtalið.

Hann var svo spurður að því hvort munurinn á Liverpool og Arsenal væri orðinn of mikill til að geta náð þeim. Þá þakkaði Arteta fyrir sig og gekk úr viðtalinu.

Myndband af þessu er hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Græðir þú á leik Íslands?

Græðir þú á leik Íslands?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal ekki til í að borga uppsett verð en vilja láta leikmenn fara sem skiptimynt

Arsenal ekki til í að borga uppsett verð en vilja láta leikmenn fara sem skiptimynt
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Í sögulegu samhengi standast orð Þorsteins ekki skoðun – Leikmenn hafa í gegnum tíðina látið reka þjálfara

Í sögulegu samhengi standast orð Þorsteins ekki skoðun – Leikmenn hafa í gegnum tíðina látið reka þjálfara
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bað Þorstein um útskýringar á reiðikasti sínu – „Af hverju finnst þér það heimska?“

Bað Þorstein um útskýringar á reiðikasti sínu – „Af hverju finnst þér það heimska?“
433Sport
Í gær

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur
433Sport
Í gær

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu