fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Dóri Árna fer yfir komu nýja mannisns – „Svo bara kemur óvænt upp að hann sé laus“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 6. mars 2025 15:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tobias Thomsen var í upphafi vikunnar skyndilega mættur aftur í íslenska boltann og skrifaði undir hjá Íslandsmeisturum Breiðabliks. Halldór Árnason, þjálfari liðsins, er eðlilega sáttur með komu danska framherjans.

Thomsen, sem er 32 ára gamall, lék hér á landi frá 2017 til 2020, lengst af hjá KR en eitt tímabil með Val. Hann var iðinn við markaskorun í Vesturbænum.

video
play-sharp-fill

Thomsen fór svo aftur til Danmerkur og var mikilvægur hlekkur í hliði Hvidovre sem vann sér loks sæti í dönsku úrvalsdeildinni fyrir síðustu leiktíð. Þar stóð hann sig sömuleiðis vel og skipti yfir í portúgölsku B-deildina í sumar. Hann datt skyndilega úr liðinu þar nú á dögunum og er mættur í Blika.

„Þetta gerðist mjög hratt. Hann er ekki nafn sem var á blaði, við erum búnir að skoða nokkra leikmenn í vetur. Svo bara kemur óvænt upp að hann sé laus í Portúgal og fyrsta sem maður hugsar er tíminn hans á íslandi. Hann átti mjög gott tímabil í KR,“ segir Halldór Árnason um Thomsen í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.

Tobias Thomsen.

„Hann hefur í raun átt sín bestu ár eftir að hann fór frá Íslandi, með Hvidovre, sterkt B-deildarlið sem fór svo upp. Í fyrra skoraði hann átta mörk úr opnum leik fyrir Hvidovre. Liðinu gekk ekki vel en hann er með frábæra tölfræði, bara einn besti framherji Danmerkur þetta tímabil.“

Viðtalið við Halldór og nýjan þátt Íþróttavikunnar í heild verður hægt að nálgast í heild sinni á morgun, föstudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Útilokar ekki að heyra í Klopp á næstunni

Útilokar ekki að heyra í Klopp á næstunni
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

England: Tryggði stig gegn United með sinni fyrstu snertingu

England: Tryggði stig gegn United með sinni fyrstu snertingu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Nýjasta stjarna Arsenal horfði reglulega á goðsögn félagsins á YouTube

Nýjasta stjarna Arsenal horfði reglulega á goðsögn félagsins á YouTube
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Pirraður á umfjöllun fjölmiðla: ,,Ten Hag var aldrei vandamálið“

Pirraður á umfjöllun fjölmiðla: ,,Ten Hag var aldrei vandamálið“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal gagnrýnir þá sem dæmdu Gyokores eftir fyrsta leik

Fyrrum leikmaður Arsenal gagnrýnir þá sem dæmdu Gyokores eftir fyrsta leik
433Sport
Í gær

Gummi Ben kom Hjörvari verulega á óvart í beinni útsendingu – Fékk gjöf frá manninum sem hann hefur gagnrýnt mest

Gummi Ben kom Hjörvari verulega á óvart í beinni útsendingu – Fékk gjöf frá manninum sem hann hefur gagnrýnt mest
Hide picture