fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Ten Hag opnar sig um tímann hjá United og sambandið við stuðningsmenn – „Fann það þegar ég gekk um götur Manchester“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 26. febrúar 2025 09:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik ten Hag fór í viðtal í heimalandinu, Hollandi, og fór í fyrsta sinn almennilega yfir tíma sinn sem stjóri Manchester United.

Ten Hag var rekinn frá United síðasta haust eftir rúm tvö ár hjá félaginu. Hann vann enska bikarinn og deildabikarinn á þeim tíma en gengið í deildinni var ekki ásættanlegt.

„Ég naut þess mjög að vera hjá Manchester United og í enskum fótbolta. Stuðningsmenn eru svo tryggir félaginu, leikmenn og allir í kringum liðið svo staðráðnir í að gera vel. Fyrir það er ég þakklátur,“ segir Ten Hag meðal annars í viðtalinu og heldur áfram.

„Við gátum líka gefið stuðningsmönnunum eitthvað til baka. Við unnum tvo titla eftir sex ár án titils. Mér fannst ég vel metinn og fann það þegar ég gekk um götur Manchester.“

Ten Hag lofsyngur þá heimavöll United, Old Trafford.

„Fyrir alla leiki fór ég einn inn á Old Trafford. Þetta er goðsagnakenndur staður þó hann sé tómur. Ef ég sakna einhvers sakna ég Old Trafford.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Drogba tjáir sig um mögulega komu Garnacho: ,,Snýst um ást“

Drogba tjáir sig um mögulega komu Garnacho: ,,Snýst um ást“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arteta um meiðslin: ,,Stórmál að hann hafi farið af velli“

Arteta um meiðslin: ,,Stórmál að hann hafi farið af velli“
433Sport
Í gær

England: Tryggði stig gegn United með sinni fyrstu snertingu

England: Tryggði stig gegn United með sinni fyrstu snertingu
433Sport
Í gær

Guðlaugur Victor rifti við Plymouth

Guðlaugur Victor rifti við Plymouth