fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Varnarmaðurinn ungi samdi uppi á Skaga

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 25. febrúar 2025 17:30

Mynd: ÍA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Varnarmaðurinn Baldvin Þór Berndsen er genginn í raðir Bestu deildarliðs ÍA frá Fjölni í Lengjudeildinni.

Baldvin er 21 árs gamall og hefur vakið athygli með Fjölni. Tekur hann nú skrefið yfir til ÍA, sem hafnaði í 5. sæti Bestu deildarinnar sem nýliði í fyrra.

Tilkynning ÍA
Baldvin Þór Berndsen semur við ÍA!

Baldvin Þór Berndsen (2004) er nýr leikmaður ÍA, hann kemur til félagsins frá Fjölni. Baldvin semur við ÍA yfir næstu þrjú leiktímabil. Baldvin lék upp alla yngri flokka Fjölnis og hefur spilað 51 leik í Lengjudeildinni og skorað í þeim 3 mörk.

Baldvin er sterkur, fljótur og tæknilega góður varnarmaður sem vakti verðskuldaða athygli síðasta sumar með Fjölni.

Velkominn á Skagann, Baldvin!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina