fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Varane fer ekki fögrum orðum um Ten Hag – Fer yfir stjórnunarhætti hans sem voru umdeildir

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 19. febrúar 2025 19:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raphael Varane fyrrum leikmaður Manchester United fer ekki fögrum orðum um Erik ten Hag og hvernig hann stýrir liði. Hann segir stjórann alltaf vilja vera í stríði.

Varane fór frá United síðasta sumar og Ten Hag var svo rekinn nokkrum mánuðum síðar.

„Við áttum heiðarlegt samtal, við ræddum um okkar skoðun á málinu. Ég spilaði ekki í tvo mánuði eftir það, ég sagðist ekki vera sammála því hvernig hann kæmi fram við leikmenn,“ sagði Varane.

„Ég taldi að þetta væri ekki gott fyrir liðið því margir leikmenn voru ósáttir. Það var ekki gott samband við þjálfarann.“

Varane segist hafa verið hissa á því að Ten Hag hafi haldið starfinu síðasta sumar því sambandið hafi verið dautt við leikmenn.

„Hann vildi fá virðingu í gegnum ótta,“ sagði Varane og átti þar við hvernig sá hollenski tók á Cristiano Ronaldo og Jadon Sancho.

„Hann þurfti alltaf að vera að búa til fordæmi með leikmönnum. Hann gerði þetta með einn mikilvægan leikmann, hann var alltaf í stríði við einn af lykilmönnum liðsins. Svona vildi hann stýra hlutunum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Íslendingar telja tæp 7 prósent á uppseldum leikvangi

Íslendingar telja tæp 7 prósent á uppseldum leikvangi
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sveindís mætir góðri vinkonu sinni í kvöld – „Gott fyrir okkur ef hún spilar ekki“

Sveindís mætir góðri vinkonu sinni í kvöld – „Gott fyrir okkur ef hún spilar ekki“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Græðir þú á árangri landsliðsins?

Græðir þú á árangri landsliðsins?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Telja að Ísland fái högg í magann og að draumurinn verði úti annað kvöld

Telja að Ísland fái högg í magann og að draumurinn verði úti annað kvöld
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Allt öðruvísi aðstæður annað kvöld

Allt öðruvísi aðstæður annað kvöld
433Sport
Í gær

Ákvað sjálfur að spila í gær stuttu eftir andlát Jota

Ákvað sjálfur að spila í gær stuttu eftir andlát Jota
433Sport
Í gær

Lýsir afar erfiðum mínútum Glódísar – „Heyrði ekki neitt og sá bara hversu illa henni leið, það var mjög erfitt“

Lýsir afar erfiðum mínútum Glódísar – „Heyrði ekki neitt og sá bara hversu illa henni leið, það var mjög erfitt“