fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Samskiptin við Gylfa og hans fólk hafi verið furðuleg – Lét ósk sína sjálfur aldrei í ljós

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 19. febrúar 2025 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson lagði sjálfur aldrei inn beiðni um að fá að fara frá Val. Þetta segir varaformaður knattspyrnudeildar félagsins.

Eins og flestir vita er Gylfi genginn í raðir Víkings, sem keypti hann frá Val í gær. Hlíðarendafélagið samþykkti einnig tilboð Breiðabliks í leikmanninn en valdi hann Víking.

Það var öllum ljóst undanfarna daga að Gylfi vildi fara frá Víkingi. Fjölmiðlar fóru mikinn í umfjöllun um málið og þá einna helst Hjörvar Hafliðason, Dr. Football, sem vitnaði í fjölskyldumeðlimi leikmannsins er kom að framtíð hans.

„Við höfðum ekkert sérstakan áhuga á að Gylfi færi. En við fengum skilaboð í gegnum fjölmiðla og hlaðvörp þó að bein beiðni leikmanns hafi aldrei komið um að fá að fara. En við höfum fylgst með fjölmiðlum eins og aðrir og þá var ekkert annað heldur en að fara í málið og afgreiða það á sem ásættanlegastan máta fyrir félagið. Fyrir mitt leyti og fyrir hönd stjórnarinnar og stuðningsmanna að ég held, þá er niðurstaðan mjög góð fyrir félagið,“ segir Styrmir Þór Bragason, varaformaður knattspyrnudeildar Vals, í samtali við Stöð 2/Vísi.

Styrmir segist einu sinni hafa spurt Gylfa hreint út hvort hann vildi fara í Víking, en félagið hafði sýnt honum áhuga frá því síðasta sumar.

„Það er náttúrulega alltaf eðlilegra að menn eigi heiðarleg og opin samskipti. Eins og ég sagði við hann á sínum tíma og spurði: „Viltu fara í Víking?“ Hann sagði við mig þá að það væri best og auðveldast fyrir hann að vera áfram í Val. Svo heldur þetta áfram og fer í gegnum fjölmiðla og það var einhver leið sem þeir aðilar sem standa að honum ákveða að fara. Þá var ekkert annað fyrir okkur að tækla málið út frá okkur,“ segir Styrmir.

Nánar er rætt við Styrmi hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Mussolini og Stalin í lagi en hans nafn er bannað á vinnustaðnum

Mussolini og Stalin í lagi en hans nafn er bannað á vinnustaðnum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina
433Sport
Í gær

Dias framlengir samning sinn á Ethiad

Dias framlengir samning sinn á Ethiad
433Sport
Í gær

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum