fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Gylfi vísar orðum Styrmis til föðurhúsanna – „Það kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 19. febrúar 2025 12:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson nýr leikmaður Víkings segir það af og frá að einhver annar en hann hafi tekið ákvörðun um að hann færi þangað. Frá þessu segir hann í samtali við 433.is.

Meira:
Gylfi Þór segir söguna frá sínu sjónarhorni í fyrsta sinn: Lét vita í byrjun febrúar að hann vildi fara – „Það eru ekki margir aðrir staðir í heiminum þar sem þetta kemur upp“

Styrmir Þór Bragason, varaformaður Vals ýjaði að því í viðtali við Stöð2 að það hafi ekki verið Gylfi sem ákvað að fara í Víking. „Það virðist vera að það hafi verið Víkingar og leikmaður sem ákveða að hann endi þar. En ég er ekki endilega að segja að það hafi verið ákvörðun Gylfa hvort að hann endaði hjá Breiðabliki eða ekki,“ sagði Styrmir meðal annars.

Valur samþykkt tilboð Breiðabliks og Víkings og Gylfi segir engan nema hann hafa ákveðið hvert hann ætlaði. „Ég veit ekki til þess að ég hafi rætt við Styrmi þegar ég tók ákvörðunina, ég er 35 ára gamall og geri það sem mig langar til. Ég veit ekki hvort hann eigi við að faðir minn eða annari hafi tekið ákvörðun hvar ég spila fótbolta,“ sagði Gylfi í samtali við 433.is í dag.

Gylfi segir að á sínum langa og farsæla ferli hafi það verið hann sem stjórni ferðinni og þessar ályktanir Styrmis séu uppspuni frá rótum.

„Ég veit ekki hvað hann meinar, kannski hans tilfinning. Hingað til hef ég ráðið ferðinni á mínum ferli, ég valdi Víking af því að mig langaði þangað. Það kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta.“

Meira:
Gylfi Þór segir söguna frá sínu sjónarhorni í fyrsta sinn: Lét vita í byrjun febrúar að hann vildi fara – „Það eru ekki margir aðrir staðir í heiminum þar sem þetta kemur upp“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Móðir stórstjörnunnar kom henni til varnar – Mætir Íslandi í kvöld

Móðir stórstjörnunnar kom henni til varnar – Mætir Íslandi í kvöld
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Gríðarlegur munur á tekjum kvenna og karla – Stelpurnar gátu náð í 5,1 milljón evra

Gríðarlegur munur á tekjum kvenna og karla – Stelpurnar gátu náð í 5,1 milljón evra
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Son opinn fyrir því að yfirgefa Tottenham

Son opinn fyrir því að yfirgefa Tottenham
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Athyglisverð ummæli Þorsteins hughreysta íslensku þjóðina

Athyglisverð ummæli Þorsteins hughreysta íslensku þjóðina
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Oasis heiðraði minningu Jota á fyrstu tónleikunum í 16 ár – Sjáðu myndbandið

Oasis heiðraði minningu Jota á fyrstu tónleikunum í 16 ár – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Glódís eina spurningamerkið

Glódís eina spurningamerkið
433Sport
Í gær

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið
433Sport
Í gær

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“