fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Tveir umdeildir dómar – Everton vildi bæði rautt spjald og víti gegn Liverpool

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 12. febrúar 2025 21:33

Screenshot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvö mjög umdeild atvik áttu sér stað þegar Liverpool og  Everton gerðu 2-2 jafntefli í kvöld. Heimamenn í Guttagarði vildu rautt spjald á Conor Bradley og vítaspyrnu þegar Ibrahima Konate handlék knöttinn inni í vítateig Liverpool.

Bradley var á gulu spjaldi þegar hann braut af sér í síðari hálfleik. Everton skoraði svo mark þar sem VAR dæmdi rangstöðu réttilega.

Allt stefndi í sigur Liverpool á Everton í Guttagarði í leiknum en James Tarkowski jafnaði fyrir heimamenn þegar langt var komið í uppbótartíma.

Everton komst yfir í upphafi leiks þegar framherjinn Beto skaut heimamönnum yfir snemma leiks.

Alexis Mac Allister svaraði fyrir gestina skömmu síðar og jafnaði en Mohamed Salah lagði markið upp. Staðan 1-1 í hálfleik.

Liverpool virtist vera með pálmann í höndunum þegar Salah skoraði gott mark á 73. mínútu leiks og kom Liverpool í 1-2 forystu.

Það var svo á 98. mínútu sem James Tarkowski skoraði og jafnaði leikinn með mögnuðu marki.

Liverpool er komið með sjöa stiga forskot á Arsenal toppnum í ensku deildinni en liðin hafa nú leikið jafn marga leiki eða 24 hvort lið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Dias framlengir samning sinn á Ethiad

Dias framlengir samning sinn á Ethiad
433Sport
Í gær

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum
433Sport
Í gær

United stelur lækni af Crystal Palace

United stelur lækni af Crystal Palace
433Sport
Í gær

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar