fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Tveir starfsmenn frá KSÍ fylgjast með Víkingum – Enginn af æðstu mönnum sambandsins á svæðinu

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 12. febrúar 2025 19:30

Það gæti reynt verulega á formanninn, Þorvald Örlygsson í þessu máli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haukur Hinriksson lögfræðingur KSÍ og næsti framkvæmdarstjóri Víkings og Fannar Helgi Rúnarsson heilindafulltrúi sambandsins verða á leik Víkings gegn Panathinaikos á morgun.

Haukur er þó ekki á vegum KSÍ á svæðinu heldur í boði Víkings en Fannar á vegum KSÍ.

Víkingur R. mætir gríska liðinu Panathinaikos í umspili Sambandsdeildar Evrópu fimmtudaginn 13. febrúar klukkan 17:45. Leikurinn fer fram í Bolt Arena í Helsinki. Seinni viðureign liðanna fer fram í Grikklandi fimmtudaginn 20. febrúar.

Enginn af æðstu ráðamönnum sambandsins gerir sér ferð á leikinn sem er sá stærsti í sögu félagsliðs á Íslandi.

Um er að ræða heimaleik Víkings en vegna vallarmála á Íslandi var ekki hægt að spila leikinn hérna.

Víkingur R. endaði í 19. sæti deildarkeppninnar með 8 stig en Panathinaikos endaði í 13. sæti með 10 stig.

Sigurvegari einvígisins tryggir sér sæti í 16 liða úrslitum og mætir þar annaðhvort Fiorentina eða SK Rapid.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Dias framlengir samning sinn á Ethiad

Dias framlengir samning sinn á Ethiad
433Sport
Í gær

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum
433Sport
Í gær

United stelur lækni af Crystal Palace

United stelur lækni af Crystal Palace
433Sport
Í gær

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar