fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
433Sport

Haaland brjálaður eftir leik – „Segja allt sem segja þarf“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 12. febrúar 2025 10:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester City tapaði á dramatískan hátt fyrir Real Madrid í frábærum leik í Meistaradeildinni í gær. Erling Braut Haaland virtist brjálaður eftir leik.

City komst tvisvar sinnum yfir í leiknum með mörkum Haaland, en Real Madrid sneri dæminu við í lokin og vann 2-3.

City er að eiga ansi slakt tímabil á þeirra mælikvarða á öllum vígstöðvum og það virðist vera að fara í Haaland. Hann rauk inn í búningsklefa eftir leik, tók aðeins í höndina á Carlo Ancelotti, stjóra Real Madrid, og virtist þá eiga eitthvað ósagt við Kylian Mbappe.

Ensku blöðin fjalla um málið í dag og benda á hversu mikill munur var á hegðun Haaland og hins meidda Rodri eftir leik. Miðjumaðurinn, sem hefur verið frá eftir að hafa slitið krossband snemma á leiktíðinni, tók í hönd allra leikmanna og hugreysti einnig liðsfélaga sína eftir tapið.

„Munur á viðbrögðum Rodri og Haaland segja allt sem segja þarf,“ segir til að mynda í fyrirsögn staðarmiðilsins Manchester Evening News.

Seinni leikur liðanna fer fram í Madríd eftir slétta viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eru til í að bjarga honum frá Liverpool

Eru til í að bjarga honum frá Liverpool
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Vilja fá hann fyrir HM vegna meiðslavandræða

Vilja fá hann fyrir HM vegna meiðslavandræða
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum
Glódís er leikfær
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Losar United sig strax við hann? – Áhugi á að fá hann aftur til Ítalíu

Losar United sig strax við hann? – Áhugi á að fá hann aftur til Ítalíu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sjáðu þegar Messi brjálaðist í gær

Sjáðu þegar Messi brjálaðist í gær
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gætu átt yfir höfði sér dóm fyrir að dreifa kynferðislegu efni af stúlku undir lögaldri – Mjög þekkt nafn á meðal meintra gerenda

Gætu átt yfir höfði sér dóm fyrir að dreifa kynferðislegu efni af stúlku undir lögaldri – Mjög þekkt nafn á meðal meintra gerenda
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Segja þá hafa tekið óvænta ákvörðun varðandi Walker

Segja þá hafa tekið óvænta ákvörðun varðandi Walker
433Sport
Í gær

Segja samkomulag í höfn um verðmiða á Gyokeres – Mun lægri en flestir bjuggust við

Segja samkomulag í höfn um verðmiða á Gyokeres – Mun lægri en flestir bjuggust við
433Sport
Í gær

Sjáðu atvikið uppi á Skaga í kvöld – Axel Óskar rekinn í sturtu

Sjáðu atvikið uppi á Skaga í kvöld – Axel Óskar rekinn í sturtu