fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
433Sport

Aron furðar sig á þessari tuggu – „Mér finnst þetta svolítið skrýtin umræða“

433
Sunnudaginn 9. febrúar 2025 08:00

Aron Jóhannsson Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Jóhannsson, leikmaður Vals, var gestur í nýjasta þætti Íþróttavikunnar á 433.is. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.

Það var farið yfir síðustu leiktíð hjá Val, en liðið hafnaði í 3. sæti Bestu deildarinnar, náði Evrópusæti en var 18 stigum frá toppliði Breiðabliks. Aron viðurkennir að tímabilið hafi verið vonbrigði.

video
play-sharp-fill

„Ég held að það sé alveg klárt mál. Ég veit ekki hvort það sé gott eða slæmt en það eru bara vonbrigði á Hlíðarenda á hverju einasta ári ef þú vinnur ekki titilinn. Við erum með mjög sterkan og góðan hóp, þó það vanti 2-3 púsluspil. En við lendum í meiðslum, lykilmenn detta út og þá súrnar þetta aðeins,“ sagði Aron og hélt áfram.

„Maður getur hent fram endalaust af afsökunum en það er ekkert gott að kenna öllu öðru um. Eins og ég horfi á þetta lendum við bara í leiðinlegum kafla, miklum meiðslum. Við vorum nokkrir að spila á 30-40 prósentum, ekki alveg heilir. Svo horfirðu á markmiðið hverfa og þá súrnar þetta. Það er líka eitthvað sem við þurfum að læra sem leikmenn og lið, að þó maður tapi 1-2 leikjum þýðir ekki að henda inn handklæðinu.“

Þegar menn ræða Val er oft talað um aldurinn á liðinu, það sé of gamalt. Aron var spurður út í þetta.

„Ég er ekki þar. Mér finnst þetta svolítið skrýtin umræða, að Valsliðið sé of gamalt til að gera eitthvað. Ég held að þjálfarinn spili bara þeim leikmönnum sem hann treystir. Þá skiptir engu hvort þú ert tvítugur eða eins og Birkir Már, 58 ára. Ég skil samt alveg punktinn því um tíma var ég dottinn út, Gylfi dottinn út, Hólmar líka. Þá er auðvelt að segja að þeir séu bara svona gamlir,“ sagði hann.

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fær fólk til að tala með því að skipta um umboðsmann

Fær fólk til að tala með því að skipta um umboðsmann
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arsenal fetar í fótspor Liverpool og Manchester City

Arsenal fetar í fótspor Liverpool og Manchester City
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Bellingham tjáir skoðun sína á Alonso

Bellingham tjáir skoðun sína á Alonso
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Staðfestir að Salah sé á blaði

Staðfestir að Salah sé á blaði
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Stjóri Chelsea áhyggjufullur – Segir þá eiga í vandræðum með álagið

Stjóri Chelsea áhyggjufullur – Segir þá eiga í vandræðum með álagið
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sádarnir vilja að Salah láti vita að hann sé klár í að koma

Sádarnir vilja að Salah láti vita að hann sé klár í að koma
433Sport
Í gær

Garðar furðar sig á því að KSÍ hafi rekið þennan starfsmann í skjóli nætur – „Að mínu mati er verið að byrja á röngum enda“

Garðar furðar sig á því að KSÍ hafi rekið þennan starfsmann í skjóli nætur – „Að mínu mati er verið að byrja á röngum enda“
433Sport
Í gær

Valur fær Kristófer Dag frá Fjölni – „Hann er einbeittur í að bæta sig“

Valur fær Kristófer Dag frá Fjölni – „Hann er einbeittur í að bæta sig“
Hide picture