fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433Sport

Souness vill sjá Amorim gera þetta – Mun betri framarlega

Victor Pálsson
Laugardaginn 8. febrúar 2025 18:21

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Graeme Souness, goðsögn Liverpool, er á því máli að Manchester United eigi ekki að nota enska landsliðsmanninn Kobbie Mainoo í varnarsinnuðu hlutverki þessa stundina.

Souness telur að Mainoo sé mun öflugri hinum megin á vellinum og að hans varnarvinna sé ekki upp á marga fiska.

Mainoo er 19 ára gamall og er gríðarlega efnilegur en hann á mögulega eftir að finna sína sterkustu stöðu á vellinum.

,,Það kom mér ekki á óvart að heyra Ruben Amorim segja að Mainoo væri ekki þægilegur í varnarsinnuðu hlutverki á miðjunni,“ sagði Souness.

,,Ég sagði það í júní að af ungum efnilegum enskum miðjumönnum þá er Adam Wharton með mun betri leikskilning varnarlega en Mainoo.“

,,Mainoo vekur athygli því hann er góður á boltanum, hann fer framhjá fólki og út um allt á vellinum. Hann er hins vegar ekki góður í að átta sig á hættustöðum ennþá, hann er að skilja miðjuna eftir of auðveldlega.“

,,Hann er ekki nógu agaður í þessu hlutverki ennþá en hann er aðeins 19 ára gamall. Hann getur þróað sinn leik í framtíðinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Miðjumaður United mætti á æfingu í treyju Íslands – Líklegt að hann hafi skipt við Bjarka Stein

Miðjumaður United mætti á æfingu í treyju Íslands – Líklegt að hann hafi skipt við Bjarka Stein
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Bjarni rifjar upp markmiðin og talar um „lúserabrag“ – „Annað væri í raun skandall“

Bjarni rifjar upp markmiðin og talar um „lúserabrag“ – „Annað væri í raun skandall“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þarf að bíða með að fá starfið sem hann hefur beðið eftir – Allt í rugli hjá eigandanum

Þarf að bíða með að fá starfið sem hann hefur beðið eftir – Allt í rugli hjá eigandanum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: Patrick sá um Stjörnuna og kom Val í úrslitin

Mjólkurbikarinn: Patrick sá um Stjörnuna og kom Val í úrslitin
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Goðsögn handtekin um helgina

Goðsögn handtekin um helgina
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Undanúrslit bikarsins hefjast í kvöld – Nokkuð langt í seinni leikinn

Undanúrslit bikarsins hefjast í kvöld – Nokkuð langt í seinni leikinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Allar heilar fyrir stóru stundina

Allar heilar fyrir stóru stundina
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arsenal staðfestir kaupin á Kepa frá Chelsea

Arsenal staðfestir kaupin á Kepa frá Chelsea
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tottenham reynir að kaupa Ganverjann

Tottenham reynir að kaupa Ganverjann