fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
433Sport

Enski bikarinn: Chelsea er úr leik – Willum lék gegn Newcastle

Victor Pálsson
Laugardaginn 8. febrúar 2025 21:53

Kaoru Mitoma / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea er úr leik í enska bikarnum eftir leik við Brighton sem fór fram á Amex vellinum í kvöld.

Leiknum lauk með 2-1 sigri Brighton en Chelsea tók forystuna eftir fimm mínútur og var útlitið nokkuð gott til að byrja með.

Cole Palmer mun vilja fá markið skráð á sig en möguleiki er á að Bart Verbruggen fái skráð á sig sjálfsmark í markinu.

Þeir Georginio Rutter og Kaoru Mitoma sáu hins vegar um að tryggja Brighton farseðilinn í næstu umferð og er stórliðið úr leik.

Fyrr í dag tryggðu Englandsmeistararnir í Manchester City sitt pláss í næstu umferð með 2-1 sigri á Leyton Orient.

Willum Þór Willumsson lék með Birmingham sem tapaði naumlega gegn Newcastle en þeim leik lauk með 3-2 sigri þess síðarnefnda. Willum kom inná sem varamaður er um hálftími var eftir.

Fulham vann þá Wigan 2-1, Ipswich vann Coventry 4-1, Everton tapaði 0-2 heima gegn Bournemouth og Southampton tapaði gegn B deildarliði Burnley 1-0 á heimavelli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hótanir Trump vegna HM næsta sumar vekja athygli – Talið ómögulegt að hann geti framkvæmt þetta

Hótanir Trump vegna HM næsta sumar vekja athygli – Talið ómögulegt að hann geti framkvæmt þetta
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Óttaðist gjaldþrot og fór að lifa lífinu svona – Á um 20 milljarða í daga

Óttaðist gjaldþrot og fór að lifa lífinu svona – Á um 20 milljarða í daga
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Potter vill starfið eftir að Svíar ráku þjálfara sinn í gær

Potter vill starfið eftir að Svíar ráku þjálfara sinn í gær
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Liverpool að landa stærsta samningi sögunnar – Fara þá fram úr City og United

Liverpool að landa stærsta samningi sögunnar – Fara þá fram úr City og United
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hetja gærdagsins sem kostaði milljarða í sumar vakti athygli hjá lággjaldaflugfélagi

Hetja gærdagsins sem kostaði milljarða í sumar vakti athygli hjá lággjaldaflugfélagi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hóta því að rífa hús sem Messi keypti á 1,5 milljarð – Staðsett á vinsælum stað á Spáni

Hóta því að rífa hús sem Messi keypti á 1,5 milljarð – Staðsett á vinsælum stað á Spáni