fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Æskudraumur rættist hjá Víkingi Heiðari í gær – „Þetta var yndislegt kvöld“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 6. febrúar 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Píanósnillingurinn Víkingur Heiðar Ólafsson var mættur á leik Newcastle og Arsenal í undanúrslitum enska deildabikarsins í gær, í boði fyrrnefnda félagsins.

Um seinni leik liðanna var að ræða. Newcastle vann fyrri leikinn í London 2-0 og niðurstaðan varð sú sama í gær, samanlagt 4-0 og Newcastle komið í úrslit gegn annað hvort Tottenham eða Liverpool.

„Þvílíkt kvöld í Newcastle. Takk kærlega fyrir að bjóða mér á þennan goðsagnakennda leik og að sjá svona vel um okkur. Þetta var yndislegt kvöld og þarna var draumur minn úr barnæsku að rætast, en ég hef verið aðdáandi liðsins frá 11 ára aldri,“ segir Víkingur í færslu á Instagram.

„Það að fá að upplifa svo auðveldan sigur á Arsenal og að fara í bikarúrslit var ótrúlegt og ég mun aldrei gleyma látunum á vellinum,“ segir hann enn fremur.

Víkingur er svo með tónleika á Englandi í kvöld. Hann var í fréttum á dögunum þegar hann vann til Grammy-verðlauna í flokki bestu einleikara í klassískri tónlist fyrir flutning sinn á Goldberg-tilbrigðunum eftir Bach. Newcastle óskaði honum til hamingju með þann mikla heiður, eins og sjá má í færslunni hér neðar.

Hér að neðan má sjá myndir sem Víkingur birti í gær (ef færslan birtist ekki má prófa að endurhlaða síðuna).

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sindri spyr hvort íþróttafréttamenn taki með silkihönskum á kvennalandsliðinu

Sindri spyr hvort íþróttafréttamenn taki með silkihönskum á kvennalandsliðinu
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Yfirlýsing frá Liverpool – „Reyna að ná áttum eftir ólýsanlegan missi“

Yfirlýsing frá Liverpool – „Reyna að ná áttum eftir ólýsanlegan missi“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Dumfries fáanlegur fyrir 25 milljónir

Dumfries fáanlegur fyrir 25 milljónir
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Brynjólfur kom inná í hálfleik og skoraði fernu

Brynjólfur kom inná í hálfleik og skoraði fernu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Jóhann Berg staðfestur hjá nýju félagi

Jóhann Berg staðfestur hjá nýju félagi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Dagný Brynjars: ,,Forsetinn að koma í heimsókn svo pössum að fara snemma að sofa“

Dagný Brynjars: ,,Forsetinn að koma í heimsókn svo pössum að fara snemma að sofa“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu markið sem tryggði Finnum sigurinn í kvöld

Sjáðu markið sem tryggði Finnum sigurinn í kvöld
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“