fbpx
Föstudagur 17.október 2025
433Sport

Bannar barnsmóður sinni að koma með: Virðist hafa lítinn áhuga á krökkunum – ,,Hann hló bara þegar hann heyrði af þessu“

433
Sunnudaginn 26. janúar 2025 11:30

Lauryn er hér til hægri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórstjarnan Kyle Walker er á öllum forsíðum enskra fjölmiðla þessa dagana eftir skipti til Ítalíu en hann er búinn að semja við AC Milan þar í landi.

Walker hefur átt mjög farsælan feril á Englandi og lék með bæði Tottenham og Manchester City áður en hann hélt til Ítalíu.

Það er aðallega einkalíf Walker sem er í umræðunni en hann er giftur konu að nafni Annie Kilner og á einnig tvö börn með Lauryn Goodman.

Goodman er sögð hafa reynt að flytja til Ítalíu svo börnin geti verið nálægt föður sínum en Walker þvertók fyrir það og vill hefja nýtt líf í nýju landi með núverandi eiginkonu sinni.

Samkvæmt Daily Mail reyndi Goodman að leigja út fjölskylduhúsið í Sussex til að flytja land en Walker neitaði að skrifa undir nauðsynlega pappíra svo það væri möguleiki.

Goodman vill vera nálægt barnsföður sínum svo börnin geti verið í kringum föður sinn en hann virðist hafa lítinn sem engan áhuga á því og vill hefja nýtt líf með eiginkonu sinni og þeirra börnum.

Walker er eigandi hússins sem Goodman býr í og hefur hann útilokað þann möguleika að það það verði sett á leigumarkaðinnút árið.

Heimildarmaður Mail hafði þetta að segja um málið:

,,Kyle hló bara þegar hann heyrði af þessari uppástungu Lauren og var ekki lengi að koma sér burt,“ er haft eftir heimildarmanninum.

,,Hann ætlar ekki að leyfa henni að græða mörg þúsund pund á mánuði með því að leigja sína eigin eign svo hún geti skemmt sér í Milan eða annars staðar,“ er haft eftir aðilanum.

,,Kyle vill hefja nýtt líf og mun ekki leyfa Lauren að hagnast á því, jafnvel þó hann sé að spila erlendis. Það sem hún vill er ekki möguleiki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vill ekki ala upp börnin sín á Englandi lengur – Segist ekki getað verið með úr eða síma á lofti í London

Vill ekki ala upp börnin sín á Englandi lengur – Segist ekki getað verið með úr eða síma á lofti í London
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ósáttur með sína stöðu í Þýskalandi – Snýr hugsanlega aftur til Ítalíu

Ósáttur með sína stöðu í Þýskalandi – Snýr hugsanlega aftur til Ítalíu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Framlengja stóran og mikilvægan samning – „Tryggjum íslenskum fótbolta öruggan, verulegan og fyrirséðan tekjustraum“

Framlengja stóran og mikilvægan samning – „Tryggjum íslenskum fótbolta öruggan, verulegan og fyrirséðan tekjustraum“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Frábær byrjun Tuchel – Sá fyrsti í sögunni

Frábær byrjun Tuchel – Sá fyrsti í sögunni
433Sport
Í gær

Stóri Ange lifði af landsleikjahléið en stutt er í snörunni – Dyche líklegasti arftakinn en áhugavert nafn einnig á blaði

Stóri Ange lifði af landsleikjahléið en stutt er í snörunni – Dyche líklegasti arftakinn en áhugavert nafn einnig á blaði
433Sport
Í gær

Bandaríkin, England og Spánn mögulegir áfangastaðir afar spennandi miðjumanns

Bandaríkin, England og Spánn mögulegir áfangastaðir afar spennandi miðjumanns